Blanda - 01.01.1944, Page 48
44
þurfti að reducera1) eða flytja biskupsstólinn,
sem sumir flíkuðu með í fyrra. Mér er slíkt
andstyggð, og eg trúi, það meðfæri guðs straff
yfir lönd og lýði, án sannra nauðsynja að deso-
lera2) pia corpora8). Skólakommissionin hér
hefir og ei orðið samdóma projecti4) því, sem
kom frá íslandi í haust, að reducera Hólum
skóla og smelta nokkurn part af honum saman
með Reykjavíkur, hvar kannske engi skóli enn
verður í vetur haldinn, og vísast er, að piltarnir
svelti heilu hungri, ef þeir eigi með öllu neyðast
til að fara heim aftur. En um þetta fáið þér
allt greinilegar að heyra, þegar til kasta kemur.
En eilíflega sé guði lof fyrir hið góða árferði í
fyrra sumar. Mun hann vel eigi kröftugur til
að rétta Norðurland aftur við? Og verði það,
mun það so lengi landið byggist, sem histórían
sýnir, að það ætíð verið hefir hinn. helzti partur
landsins, því það hefir í mörgum plátzum dug-
legra fólk en annars staðar er í landinu.
Hið fimmta bréf yðar er af 17. Sept. 1785.
Þar með fylgdi extract af Actis synodalibus
anni 1785 og repartitions listarnir fyrir þá 645
ríkisdali, 44 sk., sem áður er um getið, og gleð-
ur það mig mjög, að þá voru sett 71 kúgildi af
þeim 350, sem vantaði. Um það, sem þér ásamt
hafið rekvirerað til næsta árs, er áður svarað.
Svo kem eg loksins til sjötta og sjöunda
bréfsins af 28. Martii 1786. Það eina með re-
partitions listunum kollektuna áhrærandi geymi
eg hjá þeim skjölum, sem henni við koma. Eg
sé þar af, að þér eigi væntið að fá kúgildi inn
1) minnka. 2) leggja í auðn, leggja niður. 3) stofnan-
ir í þjónustu kristindóms eða mannúðar. 4) uppástunga,.