Blanda - 01.01.1944, Page 49
45
keypt í ár fyrir svo marga peninga, sem áður
höfðuð rekvirerað, og rekvirerið þess vegna nú
minna en áður. En þar mínar assignationir
fyrir þetta ár voru fyrir löngu expederaðar,
áður eg fékk þetta bréf, get eg enga umbreyt-
ing þar í gjört. Þess þarf og raunar eigi, því
þær assignationir, sem þér í ár eigi brúkið, get-
ið þér geymt til árs, einasta að þér segið mér,
hverjar þær eru, og svo þarf eg eigi að upp-
segja í ár svo miklu af þeim peningum af
kollektunni, sem standa í kóngsins kassa, og
þess meiri verða renturnar. En það gefur mér
þá von, að flestöll af þeim 350 kvíldum, sem
vantar, munu verða inn sett fyrir það, sem eft-
ir er af kollektunni, ef hún eigi þarf að brúk-
ast prestum til fæðis, sem nú og eigi er að
vænta eftir gott sumar, gott heyár, vetur og
fiskiafla. En þar um meira, þegar svo langt
kemur, ef við lifum.
Nú kem eg þá til sjöunda bréfsins. Það
gladdi mig tvöfaldlega, þar eg sé, að þér hafið
það skrifað í glöðu geði. Þér hafið sjálfir séð
guðs hjálp í öllu þessu, og hann mun yður víst
eigi yfirgefa. Allt er vel, sem komið er, og eg
efast eigi um, að Kancelliet ogso á sína síðu
vill gjöra sitt bezta yðar vegna. Skólahaldið
mun vinna sannan applausum1) og húsasalan
approbation og ásamt sala af skrani oecono-
mi2). Með húsið gratulera eg og applaudera3)
eins yðar forsjón með að ganga bólunni í gegn.
En guð fyrirgefi þeim yfirvöldunum á Suður-
landi, sem eigi hafa reist meiri skorður við
1) aðdáun. 2) stólsráðsmanns (Jóns Árnasonar).
3) dáist að.