Blanda - 01.01.1944, Page 91
Sjóslys á Breiðafirði árið 1861.
Sennilega eru nú ekki á vitorði margra sjóslys þau,
sem urðu á Breiðafirði árið 1861. Að sönnu getur síra
Pétur Guðmundsson þeirra í Annál nítjándu aldar.
Hefir hann það sjálfsagt eftir fréttablöðum eða tíma-
ritum, sem út hafa komið um þær mundir.
Annáll sira Péturs, þetta merka og fróðlega rit, er
tiltölulega í fárra höndum. Slikir löngu liðnir atburðir
snerta ekki heldur svo mjög aðra en þá, sem næstir búa
vettvanginum, þar sem atburðirnir hafa gerzt, og þá,
sem kunnugir eru, en einkum þá, sem misst hafa sína
nánustu vandamenn. Hinum, sem fjær eru, gleymast
slíkar fréttir öllu fremur, sem von er, og margir láta
þær sig engu varða.
Eitt meðal slysfara þessara var það, að teinæringur-
inn „Snarfari“ fórst. Var hann eign Brynjólfs B. Bene-
diktssens, stórbónda og kaupmanns i Flatey. Á skipinu
voru tólf menn, einvalalið, þar af ellefu Flateyingar.
Má nærri geta, hvert svöðusár slíkt hefir verið því fá-
menna héraði, því að óliklegt er, að eyjarbúar hafi þá
verið mikið yfir 120—130. Einbýliseyjan Sauðeyjar
varð sama árið fyrir tiltölulega engu vægara reiðar-
siagi. Bóndinn þaðan fórst ásamt þremur fullorðnum
vinnuhjúum sínum. Var ekkja hans þá eftir í eynni
ásamt fimm eða sex börnum þeirra, öllum innan ferm-
ingaraldurs.
Svo vill nú til, að samtímaheimild um atburði þessa
°g öllu gleggri en Annáll síra Péturs hefir geymzt allt
«1 þessa. Er það ljóðabréf, ort af Gísla Konráðssyni
fiagnfræðingi sama árið og atburðirnir gerðust. Sem
kunnugt er, var Gísli þá til heimilis í Flatey, og var
hann því nákunnugur öllu þar að lútandi.
Eg, sem línur þessar rita, hafði fyrir löngu heyrt