Blanda - 01.01.1944, Page 104
100
hann sig mjög eftir lækningum, og þótti oft takast vel.
Hann var tvíkvæntur. Fyn-i kona hans hét Oline Marie
Jakobine, dóttir Bonnesens sýslumanns. Þau skildu.
SíÖari kona Vigfúsar var Valgerður Jónsdóttir Arn-
finnssonar frá Hallsteinsnesi í Gufudalssveit. Vigfús
var talinn prýðisvel gáfaður maður, sem og hann átti
kyn til.
18.—23. er. Hinn 4. dag ágústmánaðar s. á. fórst
bátur úr Sauðeyjum. Á honum voru Jón bóndi Jóhann-
esson og þrjú vinnuhjú hans, sem voru á leið frá Haga-
kirkju. Hétu þau Guðmundur, Jóhanna og Jarþrúður.
Bréfið telur, að Guðmundur hafi verið Helgason. Ekkja
Jóns hét Vigdís og var Magnúsdóttir. Börn þeirra, sem
lifðu föður sinn og kómust til fullorðinsára, voru öll
tápmikil og vel gefin. Þau hétu Árni, Guðmundur, Jón,
Sigríður og María. Þau giftust öll og eignuðust af-
kvæmi. Árni bjó síðar í Sauðeyjum og dó þar. Hann
var atorku- og sæmdarmaður. Hann var tvíkvæntur.
Fyrri kona hans hét Jóhanna, elzta dóttir Andrésar
Andréssonar, þess er fórst á Snarfara, og Sesselju
Jónsdóttur. Var hún elzt sjö dætra þeirra. Hún dó úr
mislingum og á barnssæng vorið 1882. Jón, að auk-
nefni Sauðeyingur, og Sigríður fluttust til Ameríku
og munu hafa látizt þar. Guðmundur kvæntist Kristínu
Sveinsdóttur úr Flatey. Þau eignuðust einn son, er
Ingólfur hét. María giftist Rögnvaldi Jónssyni í Her-
gilsey, bróður Kristjáns hreppstjóra Jónssonar, föður
Snæbjarnar, sem þjóðkunnur er af ævisögu hans.
2i. er. o. s. frv. Kemur þá næst frásögn bréfsins af
hákarlaleguferð Flateyinga og Bjarneyinga á þremur
teinæringum 11. desember. Formennirnir voru: Ólafur
Guðmundsson, oft nefndur Bár-Ólafur, og Jón Þor-
kelsson, báðir úr Flatey. Ur Bjarneyjum var Bjarni
Jóhannesson fyrir þriðja skipinu.
Bár-Ólafur — stundum nefndur Ólafur í Innstabæ —
var ættaður úr Helgafellssveit, sonur Guðmundar
hreppstjóra á Staðarbakka — Bakka hinum meira, sbr.
Eyx-byggju. Mun hann hafa verið launsonur Guðmund-