Blanda - 01.01.1944, Síða 109
105
A8 sama skapi var hann vandur að öllum efniviði og
öðru því tilheyrandi, enda þótti smíði hans bera af því
almenna að allri vöndun og handbragði.
Þegar hann hafði lokið við smíði á teinæringnum
„Sæmundi“ er mælt, að hann hafi sagt: „Þetta er nú
eina skipið, sem eg hefi smiðað, sem eg er ánægður
með, að beri nafn mitt, og eg vil, að það heiti Sæ-
mundur". Skipið hlaut svo það heiti. Reyndist það
ávallt hið farsælasta og bezta sjóskip. Síðast mun það
hafa flutzt út á Hellissand.
Næst skulu hér taldir þeir 12 menn, sem fórust með
teinæringnum Snarfara. Þeir voru þessir, sbr. U2.—56.
vlsu bréfsins: Jón Þorkelsson formaður, en hásetarnir
voru: Andrés Andrésson, Þorgeir Einarsson, Konráð
Jónsson, Stefán Jónsson, Jóhannes Davíðsson, Jens
Pétursson, Sigurður Björnsson, Bjarni Pétursson,
Bjarni Jónsson, Finnbogi Þórðarson og Davíð" Ólafsson
úr Hergilsey. Skipshöfn þessi var talin samvalin að
hreysti og dugnaði. Ljóðabréfið segir, að skipverjar
þessir hafi allir verið á aldrinum frá tvítugu til fertugs.
Skipið rak á svonefndum Harðakambi. Er hann á milli
Sveinsstaða og Ólafsvíkurennis. Sveinsstaðir eru næsti
bær fyrir utan Ennið, sem er þverhníptur höfði yfir
400 m. hár. Gengur hann allt að sjó fram utanvert við
kauptúnið Ólafsvík. Unglingspiltur, Brynjólfur að
nafni Björnsson, Konráðssonar, og Siguriaugar Brynj-
ólfsdóttur fann skipið rekið fyrstur manna. Var hann
þá í kynnisför til foreldra sinna, sem þá höfðu búðsetu
i Rifi undir Jökli. Björn sá var bróðursonur Gísla Kon-
i'áðssonar sagnfræðings. Faðir Sigurlaugar var Brynj-
ólfur prestur Bjarnason, síðast í Miklaholti, dáinn
1860. Þau hjón, Björn og Sigurlaug, voru bæði prýðis-
vel gáfuð og skáldmælt. Efnahagur þeirra var þó jafn-
;ln rojög þröngur. Dvöldu þau á ýmsum stöðum. Sam-
kvæmt áður sögðu var Björn prýðisvel hagorður, og
eru margar lausavísur hans enn í manna minni, þótt
hér verði ekki tilfærðar. Eg get þó ekki látið ógert að