Blanda - 01.01.1944, Page 112
108
Bréfið telur Konráð Jónsson næstan. Hann var
kvæntur konu þeirri, er Kristín hét. Þau voru barn-
laus. Mér er ókunnugt um fððumafn hennar, en eftir
fráfall manns hennar var hún oft nefnd Kristín Kon-
ráðsekkja. Síðar fluttist hún upp í Reykhólasveit og
bjó lengi með manni þeim, sem Jón hét Björnsson.
Stefán Jónsson átti þá konu, er Solveig hét Magnús-
dóttir. Var hún systir Vigdísar í Sauðeyjum, ekkju
Jóns Jóhannessonar. Börn þeirra voru, þau er lifðu
föður sinn og komust til fullorðinsára: Magnús, Vig-
dís, Guðný og Stefán. Magnús og Guðný fluttust norð-
ur í Strandasýslu, giftust þar og gátu börn. Stefán var
tvíkvæntur og eignaðist afkvæmi. Síðari hluta ævinnar
dvaldist hann í Flatey. Vigdís giftist ekki né eignaðist
afkvæmi.
Jóhannes Davíðsson smiður, sem bréfið nefnir í 49.
vísu, lét eftir sig nýfætt sveinbarn, sem hét Sæmundur.
Hann kvæntist konu þeirri, er Emelía hét Andrésdóttir.
Þau bjuggu lengi á Krossi á Barðaströnd og eignuðust
fjölda barna, sem flest komust til fullorðinsára, en
munu nú flest vera látin. Þau gátu sér jafnan hið
bezta drengskaparorð. Þau voru bæði tápmikil. Sæ-
mundur mun hafa látizt um sextugsaldur. Emelía hefir
verið á lífi til skamms tíma, komin yfir nírætt og
furðu ern.
Jens Pétursson, sem bréfið nefnir í 50. vísu, gat
barn við Kristínu nokkurri Jóhannsdóttur, Eyjólfsson-
ar — fjögra óra meybarnið —. Það hét Rósamunda (?);
hún dó á æskuskeiði.
Sigurður Björnsson, sbr. 51. vísu, átti unnustu þá,
er Kristín hét Magnúsdóttir, sem þá var þunguð að
sveinbarni, sem látinn var heita Sigurður. Þau mæðgin
dvöldu nokkur ár í svo nefndri Norskubúð í Flatey.
Piltinum var því gefið kenningarnafn og kallaður Sig-
urður norski. Hann kvæntist og eignaðist eitt barn.
Hann dvaldist lengst ævi sinnar i Flatey.
Eru þá taldir þeir af Snarfara-skipshöfninni, sem
létu eftir sig eiginkonur, unnustur og afkvæmi. Börn-