Blanda - 01.01.1944, Page 114
110
Ættliður einn frá Fjalla-Eyvindi.
Rafn Eyvindsson bóndi á Læk í Flóa, sonur
Fjalla-Eyvindar, átti meSal annarra barna son
þann, er Teitur hét. Um hann segir svo í Blöndu
VII, 95, þar sem gerð er grein fyrir niSjum
Eyvindar: „Hann barst suSur á Vatnsleysu-
strönd og varS þar uppvís aS óráSvendni. Er
ókunnugt, hvaS af honum varS“.
Fyrir eSa um 1820 fluttist Teitur austur í
FljótshlíS og átti þar heima alla ævi síSan. Hann
var f jölda mörg ár vinnumaSur í Eyvindarmúla,
fyrst hjá þeim merkishjónum ÞórSi hreppstjóra
Jónssyni og Ólöfu Beinteinsdóttur lögréttu-
manns á BreiSabólstaS í Ölfusi, Ingimundsson-
ar, Bergssonar í Brattsholti, en síSan hjá syni
þeirra, Jóni gamla alþingismanni í Eyvindar-
múla, og Steinunni, konu hans, AuSunardóttur
prests á Stóru-Vöilum, Jónssonar. Hjá þeim dó
Teitur, kominn á gamals aldur, ókvæntur.
Eina dóttur átti Teitur. Hún hét Helga og
var fædd í Eyvindarmúlasókn um 1822. Hún
ólst upp í Eyvindarmúla og er nefnd „uppeldis-
dóttir hjónanna“ þar, ÞórSar og Ólafar, í mann-
tali 1840. Eftir aS fósturforeldrar hennar féllu
frá, var hún vinnukona hjá Katrínu ÞórSar-
dóttur frá Eyvindarmúla, uppeldissystur sinni,
er bjó þá á HlíSarenda. En áriS 1848 fluttist
Helga frá Hallskoti í FljótshlíS austur í Stóra-
Dalssókn undir Eyjafjöllum, og þar átti hún
síSan heima til æviloka. Var hún síSast lengi í
Efri-Rotum, og þar dó hún fjörgömul nokkuru
eftir síSustu aldamót, ógift.