Blanda - 01.01.1944, Side 119
115
nokkurum austustu bæjum Staðarsveitar og
yztu bæjum Miklaholtshrepps við fjall og f jöru.
Þeir, sem sóttu sjó frá Krossum, voru æfinlega
nefndir Krossarar, ef talað var um fleiri en eitt
far þaðan á sjó. En væri aðeins átt við einn bát
á sjó frá Krossum, féllu orð manna venjulega
á þessa leið: „Hefirðu séð, hvort Krossarinn
var á sjó?“ „Sérðu, hvort Krossarinn er lent-
nr?“ „Sástu, hvort Krossarinn var hlesstur?"
Enn er mér í minni, hve faðir minn horfði
oft hugfanginn á hillingar þær, er urðu á sönd-
unum kringum Krossa, þá er sól skein skýlaus
og eimdi sandana. Er og sem eg sjái enn turna
þá, hallir, borgir og byggðir, er þar stóðu stund-
um fyrir sjónum manns, svo að nokkurum mín-
útum skipti, í ljósbroti morgundýrðarinnar og
tóku á sig ótal litbrigði.
2. Bær sá, er Traðir heitir, verður við sjó
nokkuru neðar Staðastað. Þaðan var útræði vor
°g haust, þegar vel lét. Gerði Staðarprestur þar
sefinlega út tvær fleytur, nema fleiri væru stund-
um, og reru á þeim kirkjujarðalandsetar. Auk
þess bar við, að menn af fjallbæjum, svo sem
Slítandastöðum og Hóli, ættu þar fleytu fyrir
landi Þeir, sem sóttu sjóróðra frá Tröðum,
voru æfinlega nefndir Traðarar, ef átt var við
fleiri báta eh einn. Væri aðeins átt við eitt far,
ev þaðan reri, var sá, er á sjó var, æfinlega
nefndur Traðari og Traðarinn.
3- Vestan Geldinganess og neðan Staðar-
holts, fyrrum Ölduhryggs, eru nokkrir bæir,
er nefnast Tungupláss. Eru þeir þessir: Aust-
ast Glaumbær, þá Hóll, niðri á sjávarbakka