Blanda - 01.01.1944, Side 120
116
(venjulegast nefndur Hóll neðri til aðgreining-
ar frá Hóli efra, sem er næsti bær austan Slít-
andastaða), þá Syðri-Tunga, Lukka og Ytri-
Tunga yzt. Neðar bænum í Hóli er lending sú,
er nefnist Stemma. Þaðan reru Suðurplássmenn
(bændur Glaumbæjar, Hóls og Tungu syðri)
venjulega á vorum, þegar gæftir urðu, einu fari,
nema tvö væru stundum. Væru förin tvö fyrir
landi,. voru þeir nefndir Stemmarar. En flyti
ekki nema ein f jölin, þá var talað um Stemmar-
ann.
4. Yzt í landi Ytri-Tungu, við túnmörk
Kirkjuhóls við sjó, er Hrafnakór heita, er lend-
ing sú, er nefnist Fúlavílc. Þaðan reru haust og
vor, þegar svo mátti verða, Tunguplássmenn
ytri (frá Lukku og Ytri-Tungu) og Kirkjuhóls-
menn, en þar var fyrrum þríbýli, Kirkjuhóll
eystri, Háabúð og Kirkjuhóll ytri. 1 Fúlavík
sóttu og aðkomumenn róðra, einkum á vorum,
og voru þeir þá frá Hagaseli, Haga og Þorgeirs-
felli. Varð því svo, að í Fúlavík gátu stundum
á vorum flotið þrjú för fyrir landi eða ef til vill
fyrrum fjögur. Þeir, sem reru úr Fúlavík, voru
nefndir Fúlsarar, væri átt við fleiri farkosti en
einn. Væri aftur á móti átt við einn bát á sjó,
var talað um Fúlsarann: „Heldur þú, að Fúls-
arinn hafi róið í morgun?“ „Vissirðu, hverjir
voru á hjá Fúlsaranum?“ „Þú segir, að Fúlsar-
inn hafi verið léttur í sjó. Ætli hann hafi þó
ekki komizt að skiptum?"
5. Næsti bær vestan Kirkjuhóls, frammi á
sjávarbakka vestar Þjófagjá, er bærinn Akur.
Þar var tíðkað útræði á fyrri öldum, mjög svo