Blanda - 01.01.1944, Síða 121
117
af aðkoraumönnum. Þangað sóttu og róðra þeir,
sem bjuggu í Garðaplássi, sem voru bændurnir
í Syðri-Görðum (nú Hofgörðum), Garðabrekku,
Hágarði, Ytri-Görðum og Garðakoti og enn
fremur bændurnir á Hraunsmúla og í Lýsudal.
Við gat og borið, að þar skytist til róðra bónd-
inn á Lýsuhóli. Þeir, sem sóttu róðra frá Akri,
voru æfinlega nefndir Akrarar. En væri svo, að
bóndinn á Akri skytist í skotturóður, er svo var
nefnt, var um það rætt, hvort Akrarinn væri á
sjó eða hvort Akrarinn hefði orðið var.
6. Austan efsta hluta Búðahrauns rennur
fram Búðaós, sem á upptök sín í Hraunhafnará.
í hann fellur Kálfá og sjór um flæðar og það
svo, að þar hefir fyrr og síðar verið fleytt inn
þilförum, þegar hálfvaxinn er straumur, og þau
látin liggja á þurru um f jöru. Fram með Búða-
hrauni, á að geta tíu rastir frá Bentsbæ, sem
var forni höfuðbærinn á Búðum, byggður af
Bent Lauritzsyni þeim skáneyska örskömmu
fyrir aldamótin 1700, verða svonefndar Fram-
búðir. Þar er alloftast vært fyrir brimum, vatns-
lind ofur lítil, er fram kemur við fjöru, og góð
°S vel gerð vör. Þarna var útræði og sjósókn
mikil á fyrri tímum. Þar voru allmargar ver-
búðir, er gerðar voru af bændum í ytra hluta
Staðarsveitar og úr Breiðavík sunnanverðri, og
iágu menn þar við að vorinu. Búðatóftir þess-
ar standa lítt hrundar enn, og kunna menn nöfn
á flestum, þótt ekki megi eg með öll fara. Þó
man eg að greina þessi: Vatnsholtsbúð, Blá-
feldarbúð, Kálfárvallabúð og Hraunhafnarbúð.
í*eir, sem áttu verstöðu á Frambúðum, voru
æfinlega nefndir Búðarar, en skytist þeir einu