Blanda - 01.01.1944, Page 126
122
9. Milli Arnarstapaþorpsins og Hellna geng-
ur fram hrauntunga allmikil og er nefnd Hellna-
hraun. Vestast í hrauntungu þessari er Vala-
snös. Þar er hellir sá, er Hellnaþorp dregur nafn
af. Það, sem nú er kallað Hellnar, er í eldri
skjölum öllum og máldögum og lengi fram eftir
öldum æfinlega nefnt Hellisvellir. Ofar Hellis-
völlum norðan til er landnámsjörðin forna,
Laugarbrekka. Fyrrum var Hellnaþorp mjög
fjölbyggt af grasbýlum, og auk þess munu þar
hafa verið nokkurar þurrabúðir. Þau býli, sem
uppi voru á Hellnum fram um síðustu aldamót
og enn eru allmörg byggð, eru þessi: Þrengsla-
búð, Yxnakelda efri og neðri, Skjaldartröð,
Brekkubær, Gíslabær, Melabúð, Bárðarbúð og
Vætuakrar. Vestur af Vætuökrum tekur við
Kneifarnes, sem nú er æfinlega nefnt Hellna-
nes. Á Kneifarnesi er Merarvík, og kemur hún
fyrir í máldögum og lögfestum. Hellnar voru
ein af stærri verstöðum fyrir Jökli sunnan.
Þangað var því fjölsótt víða vega úr héruðum.
Þeir, sem sóttu róðra á Hellnum, heimamenn og
aðkomnir, voru æfinlega nefndir Hellnarar,
nema menn brygðu sér út til fiskjar einskipa.
Þá var farið svo orðum, að nú væri Héllnarinn
á sjó.
10. Austan Lóndranga verður bjarg mikið,
og heitir það Svalþúfubjarg (í daglegu tali
Þúfubjarg). Er bjarg þetta mjög setið fugli og
litlu miður en Stóri-Lóndrangur, sem er fugla-
heimur mikill. Þar, sem Þúfubjarg þrýtur vest-
an, verður nokkur lægð í hraunið vestur að
Dröngum. Stóri-Drangur stendur meir fram í
sjó, allur úr móbergi með blágrýtiseitlum. Að