Blanda - 01.01.1944, Page 129
125
verk og hættulegt, því að bátana varð að draga
upp í festum. Allir þeir, er sjó sóttu í Lóni, voru
nefndir Lónsarar, en væri róið þaðan einskipa,
töluðu menn um, að Lónsarinn væri á sjó.
13. Á að geta fimm röstum norðvestar Ein-
arslóni enda björgin um sinn, úfin og eigi býsna
há, og er þar eigi önnur leið ofan en einstigi.
Þá tekur við Djúpalónssandur, en upp af hon-
um í austnorðurhorni er hvilft nokkur og í lítil
vatnstjörn. Er þetta Djúpalón, og þar eru steina-
tökin fornu og bergstallur sá, er á skyldi hefja
þau. Frá Djúpalóni og ofar sandinum liggur
barð nokkurt allhátt og er nefnt Barði eða Járn-
barði. Að norðvestan endar hann á bjargi all-
háu, er skerst í sjó fram og varðar Dritvík að
austan. í bjargi þessu er hellir niður við sjó, all-
stór og hljóðnæmur. Er hellir þessi nefndur
Tröllakirkja. Nú hefst Dritvíkurmöl og er nokk-
uð íhvolf. Þegar hún þrýtur að norðan, gengur
þar fram nokkur klettaskagi með þeim hætti,
að milli hans og norðurenda malarinnar verð-
ur lón, sem kallað er Pollurinn. En klettaskag-
inn fyrir framan lónið heitir Naggur. Væri
sjór ókyrr, urðu menn að taka lag fyrir Nagg-
inn og inn á Pollinn. Af Pollinum var skipum
ráðið til hlunns með þeim hætti, að þau voru
dregin úr sjómáli og færð austur eftir sandin-
um eftir því, hver fjöldi skipanna var, og skorð-
uð þar. Upp af Pollinum verður eins og nokkur
lægð í hraunbálkinn, og er þó ekki landrýminu
þar fyrir að fara. Þar í lægðinni hefir staðið sá
eini bær, er reistur hefir verið og búið í í Drit-
vík. Verbúðir voru um neðra hluta hraunsins
hingað og þangað og þó sem næst sjó. Allir þeir,