Blanda - 01.01.1944, Síða 131
L27
Bervík í daglegu tali. Þar eru grasbýli nokkur,
og hafa stundum verið þar búhöldar góðir. Þessi
býli eru enn í byggð: Nýjabúð, Hella, Helludal-
ur og Garðar. Þar var framan úr öldum sjó-
sókn mikil, og þangað komu menn til sjóróðra
úr ýmsum héruðum, enda mælt, að þar hefði
ekki miklu síður en í Dritvík verið iðkaðar
glímur og aðrir góðir leikir. Norðvestur af Beru-
vík og allt út á öndverðanes eru sjávarhamrar
þeir, er austan til bera ýmis nöfn, en langmest-
ur hluti þeirra heitir Svörtuloft, með fáeinum
afbrigðum þó. Állir vermenn í Beruvík, þeir er
heima áttu þar og aðkomumenn, voru alla stund
nefndir Bersar eða annað veifið Bersarar. En
hitt var um skyndiróðra þeirra í Beruvíkinni,
ef eigi var nema ein fleyta á sjó, að tala um
Bersann.
Þeir, sem hafa átt leið um Svörtuloft á ýms-
um árstímum og er nýnæmi þangað að koma,
munu geta orðið fyrir undarlega magnþrungn-
um áhrifum þar. Hvergi á Snæfellsnesi getur
að líta slíkt iðanda líf, fuglagarg, lífsstrit og
baráttu sem í björgunum þeim. Og þó er allt á
hverfanda hveli. Þó að þarna séu alsettir hreiðr-
um bergstallarnir af fullorðnum fugli og ung-
um, nýskriðnum úr eggi, og þó að sólin baki
þessar fjölskyldur svo, að allt sé of hitað og í
draumadvala og því kvíðalaust um sinn hag, þá
veit enginn, hvenær hafaldan, sem sýnist vær
og lygn, slettir votum armi upp á bergstallinn
°& gjörsópar hann, svo að hann verður hreinn
eftir. En fuglar þeir, ungir og gamlir, sem á
voru, eru komnir í kaf, rotaðir eða limlestir. En
UPP, upp! Ekki þarf að bíða nema skamma
stund um hásumarið eftir því, að bylgjan mikla