Blanda - 01.01.1944, Page 132
128
liggi aflvana við bergið, en verði nokkuru fjær
að digurri, hávaxinni ylgju, er leitar í kjölfar
hinnar fyrri.En á meðan má sjá nýjar f jölskyldu-
mæður leita á auða stallinn og kúra sig þar í
sólskininu, eins og þær væru komnar á heims-
ins hættulausasta stað. Þá er og hitt, að svo er
sem bergbrúnirnar væru að snýta sér, því að
margvíða verður þar grjóthrun, stundum með
stuttu millibili. Drepur það og limlestir fuglinn
á bergstöllunum. En allt kemur þó í einn stað
niður. Alltaf koma aðrir í stað hinna. Lífsbar-
áttan virðist óslökkvandi. Eg vil ekki orðlengja
þetta mun meira, en víst er hægt að segja frá
Svörtuloftum í ótal myndum, í æðiveðrum, í
göddum, þegar allt kleprar og klungrar af
frosti, og í hásumarblíðum, þegar sólin gljáir
hafið og hamrana og hvergi eru landbrim. En
hafaldan óbrotin, þung, mikil og háreist veltur
með björgunum, lævís og þunglamaleg, svo að
allstór gufuskip hanga utan í þeim eins og minni
háttar trygill, svo að ýmisst skorkar og dinglar
skrúfan laus upp úr sjó eða farið nærri stingur,
stöfnum ofan af öldubökunum.
15. Eins og á var vikið, verður Öndverða-
nes þar, sem Svörtuloft þrjóta. Þar er lending
fyrir opnu hafi, því að þar eiga fyrstu fang-
brögð Faxaflói og Breiðafjörður, og verður af
þeim fangbrögðum Öndverðanessröst, úfin og
ill, undirförul og á yfirborði jafnan svo, að
skelfur í skykkjum. Á Öndverðanesi er land-
rými mjög lítið, það er grasi sé gróið. Var tal-
ið, að allt væri til teygt, ef hægt væri að láta
tvær kýr lifa á töðufallinu, því að hafa varð
kýrnar í tjóðri í túnjaðri allt sumarið. Nes-