Blanda - 01.01.1944, Page 133
129
hraun er mikill fláki og liggur allt til austurs
frá nesinu. Það er að vísu ekki grasauðugt, en
þó hefir jafnan reynzt svo, að sauðfé hefir lif-
að þar furðu sælu lífi fóðurlaust. Eitt af því,
sem mjög hefir gert harðan kostinn í flestum
veiðistöðum sunnan Jökuls, er vatnsskortur eða
jafnvel vatnsleysi. En á öndverðanesi er þessu
hinn veg snúið. Þar er brunnur, að líkindum
gerður langt fram á öldum, hlaðinn innan af
grjóti, sem þar á nesinu er sjaldfengið. Upp úr
honum liggja steinrið, fjögur eða fimm, svo
rammléga ger, að aldrei sýnist hafa röskun á
þeim orðið. Yfir hann er reft með reginstór-
um, aðfærðum hellum, en ofan á þeim er gróin
grund, Vatnið í brunninum er eigi meira en
svo, að ausa verður það með nokkuð litlu íláti
upp í fötu, en kalt er það, tært og ósalt. Brunn-
ur þessi er nefndur Fálki, og veit enginn að
segja, hvað gamalt er nafnið. Á öndverðanesi
var lengi mjög fjölbýlt í þurrabúðum, og lifðu
menn mest á sjófangi og því bjargræði, er þeir
máttu vinna sér inn í sveit á sumrum. öldum
saman þóttu öndverðanessmið aflasæl með
ágætum, ef út gaf. Var lengi við brugðið, hve
fengsælir menn væru þar á heilagfiski á vorum,
sumrum og haustum, enda sóttu bændur þang-
að mikla skreið og úrvalsgóða að allra dómi. Á
Snæfellsnesi og ef til vill víðar voru þeir, er á
Öndverðanesi bjuggu, sjaldnast nefndir annað
en Önskvarar, en gægðust menn í innri verstöðv-
um, Gufuskálum, Sandi og Keflavík, til veðurs
út í flóann, þá var á það gizkað eða að því spurt,
hvort önskvarinn myndi vera á sjó.
Mannskaðar urðu stundum á öndverðanesi.
Urðu að sjálfsögðu meðal þeirra, er fórust, að-
Blanda VIII 9
L