Blanda - 01.01.1944, Page 136
132
önnur þeirra var Rifsvörin nafnkunna, sem
var mikið mannvirki og varð að endurbæta með
ærnu starfi á hverju ári vegna þess, að á henni
ball óbeygluð bylgja opins Breiðafjarðar. Lá
hún gegnum Rifskamp, og mun nú lítt eða ekki
fyrir henni sjá. Hin lendingin var Rifsós, sem
fellur fram með Háarifsklettum. Ósinn hefir
verið griðastaður kaupfara þeirra, er Rif sigldu
á fyrri öldum. Þegar brimrót hefir verið mik-
ið og framburður úr ósnum verið mikill, lækk-
ar oft svo sandinn við Háarifskletta, að glöggt
má deila grjótkvíar þær eða hróf, er kaupförin
hafa verið færð í. Og undir þeim klettum stend-
ur óbrotgjarn Bjarnarsteinn, sem er líklega á
aðra mannhæð, er svo vill til, að sandurinn um-
hverfis hann lækkar. Af steini þessum varðist
Björn Þorleifsson hirðstjóri, er Englendingar
sóttu hann 1467 og stungu hann og mörðu upp
við klettana, er hann varð að hopa af steinin-
um. Ingjaldshóll var lengi það höfuðbýli á norð-
anverðu Snæfellsnesi, er valdamenn þar sátu
jafnan. Undir Ingjaldshól lá veiðistöðin Rif.
Allir þeir, er sjó sóttu úr Rifi, voru kallaðir
Rifsarar, og svo mun alltaf verða, meðan þar
verður á flot farið, nema róið væri þaðan ein-
skipa; þá hefir alltaf verið og mun sennilega
verða talað um Rifsarann.
Telja mætti nokkura menn fyrrum í Rifi, er
af báru um aflsmuni, sjómennsku og annað. Þar
voru og ýmsir hagyrðingar, sem kallaðir voru
skáld, og læt eg nægja að nefna einn á síðustu
öld, Bjarna Guðmundsson. Þar í veiðistöðinni
var maður sá, er Grímur hét, auknefndur öngla-
Grímur. Fleytu átti Grímur, þá er Galeiða var
nefnd. Henni reri hann við annan mann á sumr-