Blanda - 01.01.1944, Page 138
134
mundar prests á Lambastöðum á Seltjarnar-
nesi, Þorgrímssonar. Torfi, sem var bræðrung-
ur við Guðmund Thorgrímsen á Eyrarbakka,
var um allt vænn, á velli og yfirlitum, prýði-
lega gáfaður, stjórnsamur og nákvæmur. Þá
má nefna Holger Clausen, son Hans A. Clausens
stórkaupmanns og etazráðs í Kaupmannahöfn.
Holger var gáfumaður og sá tungumálamaður
að talið var, að auk móðurmálsins (dönsku)
mælti hann eins og á móðurmáli á ensku, frönsku
og þýzku og á suðurlandamálunum kynni hann
nokkur skil. Hann var yfirlitsmikill og þekki-
legur, hvatur til orða, skjótur að finna, hvar
fiskur lægi undir steini, samdi sig um sumt að
háttum veraldarmanna, var viðkvæmur og svo
brjóstgóður, að vart dyldist. Þá má og nefna
Þórarin Guðmundsson, snöfurlegan mann og
vel á sig kominn, stjórnsaman og þó hvers
manns hugljúfa. Nefna mætti enn Pál Jóhann-
esson, er lengi starfaði á skrifstofu Vestur-
amtsins, fyrst í Stykkishólmi hjá Páli Þórðar-
syni Melsteð og síðan hjá Bergi Thorberg í
Stykkishólmi og síðar í Reykjavík. Páll þótti
afbragðs skrifstofumaður, reglusamur og ná-
kvæmur og ritaði frábæra hönd. Hann var meira
en miðaldra, er hann tók við verzlunarstjórn í
nokkuS ölvaður. Var því þerna látin fylgja honum til
sængur. Meðan hún var að draga af honum föt, var
prestur að mikla gestrisni og höfðingsskap Bonnesens.
Þess er ekki getið, hverju þernan svaraði öðru en þess-
ari vísu:
Vænt er að koma Velli að,
vera þar fáar nætur,
en þenktu, maður, það fer af,
þegar lengur lætur.