Blanda - 01.01.1944, Page 141
137
vor og sumar og fram á haust úr árósnum, og
þó munu þar einnig fljóta til fiskjar bændurnir
á Arnarhóli, Fróðá, Klettakoti og ef til vill
Fornu-Fróðá. Þeir, sem róa til fiskjar úr Fróð-
árósi, hafa æfinlega verið nefndir Bugsarar,
hvort sem um heimamenn eina er að ræða eða
og aðkomumenn. Sé um það spurt, hvort Bugs-
menn séu á sjó eða hafi aflað, er komizt svo að
orði: „Heldurðu, að Bugsarinn sé á sjó?“ „Ætli
að það hafi ekki verið fátt hjá Bugsaranum?“
22. Brimilsvellir verða rúmum 15 röstum
innar Bugum í beina stefnu. Má fara tvær leiðir
frá Bugum að Brimilsvöllum. Önnur er sú, að
farið er niður með Rauðabergi, sem er litlu
norðar túnfæti Ytra-Bugs, sé eigi flætt í Fróð-
árós, sem oft er í daglegu tali nefndur Bugsós,
og inn Fróðárrif, er endar hjá Haukabrekku.
Síðan er farið inn Vallnaland. Hin leiðin er aft-
Ur mun lengri og er jafnan notuð, þegar í er
flætt ósinn. Liggur hún inn Króka, fram hjá
Arnarhóli, sem stendur á vesturbakka Fróðár,
og Fróðá, Klettakoti og Fornu-Fróðá, og kem-
nr saman við áðurgreinda leið, þegar skammt
or farið í Vallnaland. Á Brimilsvöllum hefir
lengi verið veiðistöð. Þar hefir verið þorp all-
fjölmennt, grasbýli eigi fá og sennilega nokk-
urar þurrabúðir. Mun því svo hafa verið, að
Brimilsvallaveiðistöð hafi ekki verið fjölsótt af
uðkomumönnum, heldur sótt og setin af heima-
uiönnum, auk þess er þar hafa rækt róðra með
vissu bændurnir á Haukabrekku, Geirakoti og
Hlíðarkoti og ef til vill oftast frá Fornu-Fróðá.
Brimilsvellir hafa frá fyrri öldum verið taldir
öndvegisbýli sakir þess, hve þeir lágu vel við