Blanda - 01.01.1944, Page 143
139
eigi allrúmur, rennisléttur og með grasi grón-
um hlíðum. Eftir það verður Fróðá fyrirferðar-
meiri og allvatnsmikil og uslasöm, er fram kem-
ur á láglendið, og fer þá víða um engjar á vetr-
um. Kambsheiði forna, sem nú er æfinlega
nefnd Kambsskarð, liggur svo, að þegar Skarðs-
brekka innri þrýtur, en hún verður milli Hests-
fjalls að austan og Grafarfjalls að vestan, taka
við Skarðsvellir efri og neðri, er enda við Fróðá
hjá Slöguvaði, sem er litlu neðar Björnshlaupi.
En norðan Slöeruvaðs tekur við Langholt, sem
endai við nyrðri sporð Fróðármúla, sem æfin-
lega er þar nefndur Moldarmúli. I rótum Slögu
er hellir, að vísu ekki mjög víður, en þó mætti
haldast þar fyrir nokkura menn. Hann er nefnd-
ur Bjömshéllir. Kambsheiðarvegur, sem nú var
nefndur, stefnir á Fornu-Fróðá nær því beint
úr Skarðsbrekku. Forna-Fróðá er smábýli og
svo mun lengi hafa verið. 1 túni þar má þó sjá
deili margra og nokkuð víðra rústa. Virðist því
eigi ósennilega til getið, að þar sé sú Fróðá,
sem Eyrbyggja segir frá. Myndi því leið Björns
Breiðvíkingakappa að Fróðá nærri bein og
mjög auðsótt allt úr Skarðsbrekku og öll und-
an fæti og eigi lengri en svo, að fótléttur maður
færi hana á tveim klukkustundum. Að vísu er
bess ekki getið í Eyrbyggju, hvar Björn færi
yfir ána í ferðum sínum til Þuríðar húsfreyju
á Fróðá, en ólíklega virðist ekki til getið, að
Björn hafi sparað sér vöðsluna, þegar áin var
auð, og hlaupið á gljúfrinu. Með þeim hætti gat
hann farið þurrum fæti milli Kambs og Fróðár.
Eyrbyggja getur þess, að Björn hafi að vísu
eitthvað særzt, þegar Þóroddur skattkaupandi
gerði honum fyrirsát, og haldizt um nóttina í