Blanda - 01.01.1944, Page 144
140
helli. Má vel vera, þótt sagan greini eigi nán-
ara um þetta, að þar af hafi hellirinn fengið
nafn sitt. Nærri sanni mun, að Vallnaland og
hlíðarnar inn í hverfið hafi á þeim tímum, er
Eyrbyggja gerist, verið allt viði vaxið, þótt
hvergi sjáist þar nú hrískló. Eyrbyggja segir,
að Heiðsynningar (það er Breiðvíkingar) hafi
sótt leiki norður um heiði að Haukabrekku.
Maður hafði særzt að leikum og verið borinn
undir hrísrunn. Þar blæddi úr sárum hans.
Kom þá að Kjartan sveinn á Fróðá með exi
litla í hendi og laugaði hana í blóði, er úr féll
sárunum. Um kvöldið riðu þeir saman suður
heiði Björn á Kambi og Þórður blígur á Knerri.
Þá var það, sem Þórður mælti þeim orðum til
Björns, „hvort hann hefði séð um daginn svein-
inn Kjartan, son þeirra Þórodds allra saman“.
Fróðárhverfi þykir frábærlega illviðrasælt. Oft
ber það við á öllum tímum árs og eigi sízt á
sumrum, að Fróðárheiði er hverfinu svo gjöful
á úrkomu að demba yfir það stórhryðjum, sem
taka þó eigi yfir meira en hverfið, jafnvel ekki
út í Buga eða yzt í Vallnaland. Það má því virð-
ast hafa getað orðið án kynja og gjörninga, að
ofan í kæmi hjá Þórgunnu, er hún hélt nauts-
fóðrinu til þerris. En um blóðregnið getur hver
mælt sem vill.
23. Nokkurum röstum innar Brimilsvöllum
er býli það, er nefnt er Nýlenda. Þar er útræði
frá þeim stað, sem nefndur er Hrísaklettur.
Þaðan reru Nýlendumenn, bóndinn þar og hús-
menn hans, bóndinn í Hrísum og Hrísakoti, svo
og bændurnir í Tungu efri og neðri, ef þeir reru
ekki úr Tunguósi, sem er nokkuru innar Hrísa-