Blanda - 01.01.1944, Page 145
141
kletti, bóndinn í Kötluholti (í daglegu tali Holti),
Fögruhlíð, Tröð og Mávahlíð. Allir þeir, sem
reru frá Hrísakletti, voru nefndir Klettarar, og
væri þaðan einn bátur á floti, þá var mælt, að
Klettarinn væri á sjó. Þó var þetta heiti eigi
alltaf notað, því að nokkuð jöfnum höndum
voru þeir, sem þaðan reru, nefndir Nýlendu-
menn. Þess má geta, að sumarróðra sóttu Máva-
hlíðarmenn, Traðar, Fögruhlíðar og Holts frá
Mávahlíðarhellu, sem er við vestari rætur undir-
lendis Búlandshöfða.
Bærinn Mávahlíð er í vesturhlíð Búlands-
höfða. Er hlíð sú mikið grasi gróin og næsta
fögur og laðandi vestan frá Yöllum og Nýlendu
að sjá, og ekki verður hún svipminni við það,
að öll er hún girt að ofan svörtum stuðlabergs-
hömrum. Þar er sólsælt og hlýlegt og einkar
frítt þaðan heiman að sjá. Mun svo, að flestir,
er þar fara um, veiti nokkura eftirtekt svip-
mýkt hlíðarinnar. Þar hafa á fyrri öldum marg-
ir mætir menn valið sér bólstað, og fer það að
vonum.
24. Þegar inn fyrir Þrælaskriðu í Búlands-
höfða kemur og undirhamrar höfðans fara lækk-
andi, heitir Búland. Undir Búlandi er botni svo
farið, að þar er kræklingsvöxtur mikill. Fyrir
því hefir um margra alda skeið sú tízka verið
á haustvertíðum, að menn hafa mjög svo sótt
beitu í Búland úr Ólafsvík og af Brimilsvöllum.
Hafa ferðir þær oft verið sjóleiðis, en miklu oft-
ast hefir þó það verið, að menn hafa verið
gerðir á göngu í slíkar beituferðir og hafa þá
borið beituklyfjar, svo sem þeir máttu undir
standa. Hafa ferðir þessar verið einhver ótví-