Blanda - 01.01.1944, Page 146
142
ræðasta þrælavinna, því að með þessar dráps-
klyfjar hafa menn orðið að kóklast um fjöru
undir sjávarhömrum höfðans á flughálu, böll-
óttu grjótinu, og svo er leiðin alllöng til Ólafs-
víkur. Þegar Búlandið þrýtur, fellur fram ós
nokkur, sem Lágarvaðall nefnist, sem að vísu
er í lítið vatnsmagn af landi ofan, en í flæðir
mikið af sjó, svo að alls staðar er bátgengur.
Milli sjávar og óss gengur að austan landrani,
og mun hann ekki úr mjúku jarðlagi, því að
ekki sést, að hafgnauðið eyði honum. Ósinn er
nokkuð hringmyndaður. Að sunnanverðu ligg-
ur að austanverðu lönd Lágarbæjanna, en það
er undirlendi Stöðvarinnar að vestan. Nærri
mynni óssins, uppi í hlíðinni, eru bæirnir Bú-
landshöfði (í daglegu tali æfinlega Höfði) og
Höfðakot. Frá þessum bæjum er heimaútræði
á ýmsum tímum árs, þegar við verður komið.
Þeir, sem þaðan róa, eru nefndir Höfðarar, en
oftast mun þar róið einskipa, og er þá svo að
orði kveðið stundum, að fáfiski hafi verið hjá
Höfðaranum eða vel hafi Höfðarinn orðið var.
25. Víkurbæirnir eru tveir, sunnan Lágar-
vaðals, sem í daglegu tali er jafnan nefndur
Lárvaðall. Frá Víkurbæjum er útræði vor og
haust af heimamönnum. Þeir, sem róa þaðan,
eru nefndir Víkarar, en oftast róa þeir einskipa,
og er þá jafnan talað um Víkarann.
26. Lágarbæirnir eru þrír, Efri- og Neðri-
Lág og Lágarkot. Þaðan er róið haust og vor
af heimamönnum og mun stundum ýtt þaðan
tveim fleytum, og eru þeir, sem sjóinn sækja,
nefndir Lágarar. En stundum mun þó aðeins