Blanda - 01.01.1944, Page 147
143
róið þaðan einskipa, og er þá svo að orði kveð-
ið, að Lágarinn sé á sjó.
27. Nú gengur fram fjall allhátt og mikið
um sig, og er það nefnt Stöð. Austan með því
norðanverðu er landrými mikið. Þar er jörðin
Krossnes, og er þaðan útræði. Það býli hefir
jafnan verið talið mætisjörð, enda þar oft búið
góðir menn og gegnir. Til landsuðurs frá Kross-
nesi eru býli á víð og dreif, en fram úr landinu
verður eins og tangamyndun, og heitir þar
Kvíabryggja, en í daglegu máli jafnan nefnt
Sryggja. Inn með Kvíabryggju austanverðri
gengur vaðall, mjór í fyrstu, en víkkar, þegar
inn kemur, en verður þó að mestu þurr um
fjöru. Sunnan við botn vaðalsins stendur bær-
inn Mýrar, undir hyrnu hárri og greypri, sem
heitir Mýrarhyrna. En henni að baki, efst uppi,
eru tindarnir Helgrindur. Austan við vaðalinn,
nokkuð svo innarlega, er bærinn Háls, í vestur-
drögum Kirkjufells, og dregur vaðallinn nafn
sitt af honum og heitir Hálsvaðall. Af Kvía-
hryggju hefir löngum verið sjósókn mikil haust
og vor. Standa að henni þeir, sem búa á svæð-
inu suður af Krossnesi, eins og áður var nefnt,
svo og þeir, sem búa á Bryggjunni, því að þar
er grasræktun nokkur og nú orðið garðrækt til
nrnna, svo og eitthvað aðkomumanna. Löngum
hefir þótt aflasælt norður í Breiðafjörð af
Bryggjunni, og hafa því einkum á vorum verið
hm* nokkuð margir bátar fyrir landi og nú á
síðari tímum vélbátar. Þeir, sem þarna stunda
fiskveiðar, hafa alltaf verið nefndir Bryggjar-
ar> og svo er enn.