Blanda - 01.01.1944, Page 148
144
28. Kirkjufell er fjall sérstætt eins og Stöð-
in, f jalla fríðast og sæbratt mjög, girt hömrum
uppi, lítið gróið í hlíðum vegna bratta, en undir-
lendi allt grasi gróið. Að því austanverðu ligg-
ur Grundarfjörður, og inn við f jarðarbotn þeim
megin er bærinn Kirkjufell. Fellur þar í fjarð-
arbotninn Kirkjufellsá, skammt að komin og að
vísu eigi vatnsmikil. En í henni eru niður við
fjörð fossar, eigi háir, en næsta svipfríðir að
sjá heiman frá Kirkjufelli, og hefir verið talið,
að þar myndi auðið að hafa vatnsvirkjun nokk-
ura. Norðan við fellið eru þrjú býli, líklega öll
fremur smá. Þau heita Búðir, Hlein og Hnaus-
ar. Þar er mjög skammt til sjávar og hægt til
útræðis. Hefir og þar verið sóttur sjór jafn-
títt og af Bryggju. En eigi er mér ljóst, hvort
þangað hafi komið menn til róðra. Er það jafn-
vel eigi líklegt, þar sem heita má svo, að heima
sé róið frá hverjum bæ umhverfis Grundar-
fjörð og allt inn í Framsveit, en svo er nefnd
sveitin, þegar inn fyrir Grundarfjörð kemur
og allt inn fyrir Kolgrafafjörð. Þeir, sem reru
undan Kirkjufelli norðan, voru oftast eða jafn-
an nefndir Hleinarar.
Grundarfjörður er víður inni, en í opi hans
verður Melrakkaey, sem er hömrum girt á alla
vegu, en þó auðtræð upp að ganga á einum eða
tveim stöðum. Er hún öll grasi vaxin ofan og
töðufall af henni aldrei talið minna en 4 kýr-
fóður, en oft meira. Þar er æðarvarp nokkurt
og kofnatekja mikil. Eyjan er eign Setbergs-
kirkju, en Setberg stendur við fjörðinn suð-
austan, og liggur túnið að firðinum.