Blanda - 01.01.1944, Page 149
145
29. 1 Framsveitinni, milli Grundarfjarðar
og Kolgrafafjarðar, eru tvö sérstæð fjöll og þó
að nokkuru samföst. Heitir vestara fjallið og
hið minna Klakkur, en meira fjallið er Eyrar-
fjall. Framan undir því norðaustanverðu er
Hallbjarnareyri, fyrrum Öndurð-eyri eða önd-
verðareyri, en í daglegu tali Eyri. Er það höf-
uðbýli mikið með grasbýlum umhverfis sig. Á
ströndinni milli Eyrarlands og norður undir op
Grundarfjarðar er fjölbýlt, og þykja býlin góð,
þar sem þau hafa landkosti nóga og auðsótt er
til sjávar. Á þeirri strönd nokkuð austarlega
er þorp það, er nefnt er Vatnabúðir. Hefir þar
jafnan verið útræði allmikið haust og vor, svo
og frá Eyri. Sjóróðra sóttu þaðan þeir, er þorp-
ið byggðu, svo og þeir á þessu svæði, er eigi
reru heiman. Mjög þótti mega marka fiskigöng-
ur á því, hve aflasælir menn voru í þessari veiði-
stöð, en þeir sóttu norður í Breiðafjörð eins og
^ryggjarar. Þeir, sem róðra sóttu frá Vatna-
búðum, voru æfinlega nefndir Vatnabúðarar.
Sjóleið með Eyrarsveitinni er annaðhvort
djúpt úti eða þá nærri landi, og eru þá ýmis
leiðamið. Þegar Vatnabúðum sleppir að norðan,
taka við með landi fram svo kallaðar Bollaleið-
ir. Verða þær með þeim hætti, að sund verður
uieð ströndinni, skipgengt um fjörur, en fyrir
framan það eru skerjaflúðir og þar ófært. Þeg-
ar Bollaleiðir þrjóta við op Grundarfjarðar,
verður á leiðarenda á stjórnborða (til hægri
handar), þegar norður er farið, bjarg eitt böll-
ótt, sem upp úr stendur um fjöru, en á brýtur
um flæði, sé sjór ókyrr. Bjarg þetta heitir Bolli.
Eigi er mér að fullu ljóst, hvar Bollaleiðir eru
Blanda VIII 10