Blanda - 01.01.1944, Page 153
149
faðir Solveigar, konu Sigurðar Þorlákssonar á
Eyrarbakka, Brynjólfssonar. Kona Nikulásar
og móðir þeirra systkina, Vigfúsar og Solveig-
ar, er í sama riti, bls. 535, talin Anna Einars-
dóttir lögréttumanns á Suður-Reykjum í Mos-
fellssveit, ísleifssonar. Á bls. 540 er loks talið,
að þær Guðný og Arnþrúður Nikulásdætur
muni hafa verið systur samfeðra Vigfúsar
Nikulássonar, og er þar þannig gert ráð fyrir,
að Nikulás í Auðsholti hafi verið tvíkvæntur,
en önnur kona hans þó eigi nafngreind.
Það, sem vakti fyrst athygli mína á því, að
eitthvað meira en lítið væri bogið Við þessa ætt-
færslu, var aldur Vigfúsar Nikulássonar. Hann
býr í Stokkseyrarhverfi 1762 og er þá 29 ára
gamall. Hann er því fæddur um 1733. Hins veg-
ar er Nikulás Jónsson, síðar í Auðsholti, sem
talinn er faðir hans, búandi það sama ár í
Nýjabæ í ölfusi, aðeins 40 ára að aldri og því
fæddur 1722. Aldursmunur feðganna verður eft-
ir því 11 ár!
Við nokkura athugun er auðvelt að greina,
hvernig ættfærsla þessi horfir við. Þarna er
blandað saman tveimur samnefndum mönnum
og þeir gerðir að einum. Þetta leiðréttist þann-
ig:
1) Árið 1735 (Bændatal) býr á Suður-Reykj-
um í Mosfellssveit Nikulás Jónsson, tengdason-
ur Einars ísleifssonar, sá er átti Önnu, dóttur
hans. Hann er nefndur silfursmiður í ættartölu-
bókum. Nikulás og Anna fluttust austur í
Stokkseyrarhrepp og koma þar fyrst fyrir vor-
ið 1748, þá búandi á Ásgautsstöðum (Mann-
talsbók). Nikulás dó vorið 1750, og er til skipta-
gerð í dánarbúi hans, sem sýnir, að þau hjón