Blanda - 01.01.1944, Page 158
154
Stokkseyri, og Jón, er bjó í Hraunshverfi 1762.
Frá Ingveldi Magnúsdóttur eru Loftsstaða-
menn komnir.
Af skiptagerningi (Skiptab. Árn. 1. maí 1744)
sést, að önnur kona Magnúsar Þórðarsonar á
Litla-Hrauni var Ingveldur Bjarnadóttir bónda
á Skúmsstöðum, Jónssonar, systir merkisbónd-
ans Magnúsar Bjarnasonar á Skúmsstöðum og
Jóns Bjarnasonar hafnsögumanns á Eyrar-
bakka. Ingveldur er dáin fyrir 1. maí 1744, og
áttu þau Magnús og hún einn son, þá 7 ára gaml-
an. Hann hét Þórður og bjó síðar í Móhúsum
og Starkaðarhúsum á Stokkseyri.
Árið 1762 býr Magnús enn á Litla-Hrauni
með ónafngreindri konu, sem talin er 48 ára að
aldri. (í manntalinu frá því ári er venjulega
aðeins húsbóndinn nafngreindur, en aldurinn
þó tilfærður á öðru heimilisfólki.) Af þessu má
sjá, að Magnús hefir þá verið kvæntur í þriðja
sinn, en eg þekki enga heimild, sem greini frá
því, hver þessi síðasta kona hans hafi verið. Og
það virðist ekki í fljótu bragði hlaupið að því
að leiða hana í ljós. En af því að dálítil heppni
var með, tel eg það hafa tekizt, svo að ekki sé
vafi á.
í manntali í Stokkseyrarhreppi frá 1. des.
1818 eru tilgreindir fæðingarstaðir nálega allra
sóknarmanna. í því manntali eru tvær aldrað-
ar konur, Magnúsdætur, sem fæddar eru á
Litla- Hrauni: Ása á Gamla-Hrauni, talin 70
ára, og Jarþrúður, kona Christians Bergers á
Stóru-Háeyri, talin 66 ára. Þessar konur eru
dætur Magnúsar Þórðarsonar á Litla-Hrauni
og þriðju konu hans, Ása fædd um 1748, en Jar-
þrúður um 1752. Að þessum systrum verður at-