Blanda - 01.01.1944, Page 160
156
sínu skýra máli. Lausnin er því þessi: Síðasta
kona Magnúsar Þórðarsonar á Litla-Hrauni
var Valgerður Sturlaugsdóttir bónda á Kala-
stöðvm, Álfssonar.
Afkomendum Ásu Magnúsdóttur frá Litla-
Hrauni opnast nú víður frændhringur. Sturlaug-
ur á Kalastöðum, móðurfaðir hennar, var son-
ur Álfs í Mundakoti Ólafssonar, en Álfur var
bróðir Sturlaugs á Kotleysu, föður Bergs í
Brattsholti. Liggur þaðan beinn karlleggur til
Vopna-Teits og margs konar tengsl við ýmsar
ættir landsins.
Þess skal enn getið, með því að það gæti dulizt
fyrir einhverjum, sem vildu forvitnast meira
um niðja Magnúsar á Litla-Hrauni, að sonur
hans og Valgerðar, síðustu konu hans, var Guð-
mundur á Litla-Hrauni (1770—1780 eða leng-
ur). Hans dóttir var Ólöf, er átti fyrr Guð-
mund Gunnarsson í Önundarholti, d. 1808, en
síðar Helga í Stokkseyrarseli, d. 1816, Guð-
mundsson á Álfsstöðum, Helgasonar prests á
Mosfelli í Grímsnesi, Bjarnasonar, og börn með
báðum.
6. Ætt Þorkels skipasmiðs á Gamla-Hrauni.
Þorkell Jónsson skipasmiður á Gamla-Hrauni
á Eyrarbakka bjó í Simbakoti á Eyrarbakka
1798—1802, á Stóru-Háeyri 1802—1812 og síð-
an á Gamla-Hrauni til dauðadags 28. des. 1820.
Þorkell eignaðist 5 jarðir, Gamla-Hraun, Salt-
hól, Syðsta-Kökk, Dvergasteina og Hárlaugs-
staði í Holtum, var og allauðugur að lausafé,
svo að hann var með efnuðustu bændum á þeim