Blanda - 01.01.1944, Page 161
157
tímum. Hann var hreppstjóri um skeið með
Jóni ríka í Móhúsum og fleiri trúnaðarstörf
voru honum falin. Kona Þorkels var Valgerður
Aradóttir (og Ásu Magnúsdóttur frá Litla-
Hrauni, Þórðarsonar, sbr. hér á undan). Frá
þeim er komið margt manna, og eru þar á með-
al margir ágætir smiðir og sjómenn (Sbr. Bergs-
ætt, bls. 368—372 og þar, sem þar er til vís-
að).
í Bergsætt, bls. 368, er ætt Þorkels talin
þannig: „Foreldrar hans voru Jón eldri íMunda-
koti, er verið mun hafa skammlífur,1) Sigurðs-
son bónda í Álfhólahjáleigu í Landeyjum, Þor-
kelssonar s. st., Þorgautssonar, og Guðrún Sím-
onardóttir, líklega þess, er drukknaði af lóðs-
skipi á Eyrarbakka, Jónssonar".2) Ættfærsla
þessi er tekin eftir skrifaðri ættartölu eftir
Bjarna Guðmundsson (Ættartölu-Bjarna), er
var kynjaður úr Stokkseyrarhreppi og líklegt
var, að gæti vitað þetta rétt. Mér lék þó jafnan
• grunur á þessari ættfærslu, enda er nú komið
á daginn, að hún er sannast að segja tóm vit-
leysa.
I Víkingslækjarætt, bls. 36, er önnur ætt-
færsla, þar sem Þorkell er talinn „Jónsson í
1) Þessi Jón eldri, sonur Sigurðar í Álfhólahjáleigu,
mun aldrei hafa til verið.
2) Símon Jónsson, er drukknaði af lóðsskipinu (í
sept. 1781), vcr fyrri maður Jarþrúðar Magnúsdóttur
frá Litla-Hrauni, Þórðarsonar, og voru þau barnlaus. —
Guðrún Símonardóttir, sem talin er dóttir hans, var
móðir hans! Hún mun víslega hafa verið dóttir Símonar
Björnssonar i Neistakoti og systir Eyjólfs sterka á
Litla-Hrauni, þess er glimdi við blámanninn.