Blanda - 01.01.1944, Page 162
158
Mundakoti, f. 1723,J) Jónssonar í Brattsholts-
hjáleigu, f. 1683, Þorkelssonar í Stokkseyrar-
seli, f. 1648, Jónssonar". Mér er ekki kunnugt,
hvaðan þessi ættfærsla er runnin, en hitt er
víst, að það gildir sama um hana sem hinar
fyrri, að hún er einskær tilbúningur.
Samkvæmt marintali í Stokkseyrarhreppi
1818 er Þorkell á Gamla-Hrauni fæddur íMunda-
koti um 1765. Er það vitanlega mjög mikils
vert í þessu efni, að fæðingarstaður hans er
kunnur. En í manntölum og manntalsbókum
18. aldar eru hjáleigur ekki nafngreindar, og í
þorpum eins og Eyrarbakka er því miklum
vandkvæðum bundið og oft ógerlegt að sjá, hver
býr á hverri hjáleigu um sig. Að vísu má nokk-
uð átta sig á boðleiðinni, en sé margbýli á hjá-
leigum, sem oft er, er enginn vegur að greina
þær nákvæmlega í sundur.
1 manntali 1762 eru yfir 20 búendur á Há-
eyrarhjáleigunum. Þar á meðal er aðeins einn
Jón og er Pálsson, og svarar röðin vel til þess,
að hann búi í Mundakoti. í manntalsbók 1768,
sem er næsta heimild á eftir, eru enn yfir 20
búendur á Háeyrarhjáleigum, og eru Jónarnir
þá orðnir þrír, þar á meðal Jón Pálsson enn í
sömu röð sem fyrr. Þessi Jón Pálsson er og í
manntalsbók 1769, en þá vantar í næstu tvö ár-
in. En árið 1772 er Jón Pálsson horfinn, en í
samsvarandi stað er kona að nafni Ingveldur
1) Um Jón, sem er 6 ára gamall í manntali 1729, son
Jóns Þorkelssonar í Brattsholtshjáleigu, er allsendis
ókunnugt. Að minnsta kosti finnst aldrei neinn Jón
Jónsson í Mundakoti á 18. öld í þeim heimildum, sem
eg þekki.