Blanda - 01.01.1944, Side 163
159
Lárusdóttir, og hverfur hún úr manntalsbók-
inni næsta ár. Hér eru þegar miklar líkur fyrir
hendi, að þetta séu foreldrar Þorkels á Gamla-
Hrauni, ekki sízt þar sem hann átti dóttur, sem
Ingveldur hét, er dó ung. Þó vantar enn viss-
una fyrir því, að þau hafi búið einmitt í Munda-
koti.
En hér koma skiptabækur til hjálpar. Árið
1772, þann 7. ágúst var eftirlátið dánarbú Ing-
veldar sál. Lárusdóttur í Mundakoti uppskrif-
að og virt, og erfingjar eru börn hennar: Jón
Jónsson, 6 vetra, Þorkell Jónsson, 6 vetra, og
Guðrún Jónsdóttir, 9 vetra (Skiptab. Árn.).
Drengurinn Þorkell er Þorkell Jónsson á Gamla-
Hrauni og móðir hans Ingveldur Lárusdóttir,
ekkja Jóns Pálssonar í Mundakoti.
Jón Pálsson, faðir Þorkels, bjó í Mundakoti
frá 1750 til dauðadags um 1770. Hann var son-
ur Páls Jónssonar, er lengi bjó í Rauðárhól á
Stokkseyri (1708—1729 eða lengur). Páll sá
var vinnumaður hjá Guðmundi Vest og Stokks-
eyrar-Dísu árið 1703. Kona hans var Elín, dóttir
Eyvindar, er var sambýlismaður þeirra Stokks-
eyrar-Dísu og bjó síðar á Skipum, Guðmunds-
sonar hins gamla á Skúmsstöðum, Þorbjarnar-
sonar.
Systkin Jóns í Mundakoti voru Guðmundur
°9 Filippus Pálsynir, er lengi bjuggu í Munda-
koti ásamt Jóni, bróður sínum, sennilega Vig-
fús Pálsson í Eystra-íragerði, faðir Páls s. st.,
föður Eyjólfs s. st., föður Sigurðar á Kalastöð-
um, föður Eyjólfs þar, Sesselja, er eg kann eigi
skil á, og Ingiríður Pálsdóttir, kona Jóns á
Grjótlæk Bergssonar frá Brattsholti. Þau hafa
því verið systkinabörn: Þorkell Jónsson á