Blanda - 01.01.1944, Page 169
165
vona; að þingmenn, ekki sízt andlegrar stéttar,
sjái, að það muni ekki vera til mikillar bless-
unar eða sæmdar að láta hana standa óupp-
rætta“. Hann upplýsti nú, að kvöðin væri í
þrem sóknum í N.-Múlasýslu, Hjaltastaða-,
Desjarmýrar- og Klyppstaðasóknum og taldi,
að lambseldin myndu vera alls (líklega að Háls-
sókn meðtalinni) 108 talsins.
Þingmaður A.-Skaftfellinga, Jón Jónsson,
varð nú einn til að andmæla frumvarpinu. Taldi
ekki fært að afnema kvöðina, nema prestaköllin
væri bætt upp, enda væri þetta kvöð, sem jarð-
eigendur hefðu tekið á sig af frjálsum vilja, en
eign, sem kirkjurnar ættu með fullum rétti.
Ástæðulaust væri að gefa jarðeigendum fé úr
landssjóði.
Aðrir þingmenn, sem til máls tóku, voru frum-
varpinu fremur meðmæltir.
Flutningsmaður andmælti þingmanni Austur-
Skaftfellinga. Þetta væri ekki fríviljug kvöð,
sagði hann, heldur þóknun fyrir góðgerðir, sem
sóknarbændur hefðu átt að fá hjá prestunum.
Nú væri sú kvöð fallin niður, því ætti hin að
falla líka.
Frumvarpið var nú samþykkt við umræðuna.
Við 2. umræðu urðu aðalátökin á milli flutn-
ingsmanns og Arnljóts Ólafssonar.
Flutningsmaður gat þess nú, að hann flytti
frumvarpið að bón kjósenda sinna. Hann sagði,
að þótt kvöðin væri í sjálfu sér ólögmæt, þá
væri hún orðin svo „lögrík“, að dómstólar yrðu
að viðurkenna hana; þess vegna yrði þingið að
skerast í málið.
Þingmaður Barðstrendinga, Eiríkur Kúld,
mælti með frumvarpinu. Hann komst svo að