Blanda - 01.01.1944, Page 170
166
orði m. a., að hann hefði heyrt sagt, „að menn
einmitt þessarar kvaðar vegna flyttu sig marg-
ir til Vesturheims“. Arnljótur Ólafsson greip
þá fram í: „Far vel, Franz“.
Gegn endurteknum, umgetnum andmælum
þingm. A.-Skaftfellinga, J. J., færði flutnings-
maður það nú fram, að þau afsönnuðust með
því, að ef ábúandinn gæti ekki greitt kvöðina,
væri hvorki hægt að ganga að jörðinni né jarð-
areiganda.
Arnljótur ólafsson (þm. Eyf.) andmælti
skoðunum flutningsmanns um eðli kvaðarinn-
ar. Hann mælti m. a. á þessa leið: „Flutnings-
maður telur kvöðina persónulega. Ef hún er
persónuleg, þ. e. mannlæg skylda, sem fylgir
ábúendunum, þá dugar þeim eigi, til að koma
sér undan henni, að strjúka til Ameríku (Hlát-
ur), því skyldan fylgir þeim hvert á land þeir
fara. En eg get kennt flutningsmanni gott ráð
til að afnema lömbin. Þetta ráð er, að hafa
ábúendaskipti á jörðunum, með því að þessi
mannlæga skylda fellur þá sjálfsagt niður eftir
hans skilningi, ef nýr ábúandi kemur, sem ekki
hefir þenna óþægilega, persónulega djöful að
draga (Hlátur). Eg gef flutningsmanni það
ráð að skrifa beiðendum sínum og ráða þeim
að hafa ábúðarskipti". Líkir hann því næst
kvöðinni við prestsmötuna, kveðst „altént“ hafa
heyrt, „að þær jarðir, sem prestsmatan er gold-
in af. séu minna virði fyrir þá sök“. Það rýri
augsjáanlega verð jarðanna fyrir eigendum, að
fá eigi nema hálfar leigurnar. Eigendurnir
hafi keypt þær með þessari kvöð, eins og bænda-
jarðir eru keyptar með prestsmötunni, og hafi