Blanda - 01.01.1944, Page 174
170
bændum veizlu fyrsta sumardag ár hvert. Hafi
það haldizt í presttíð hans, en ekki lengur.
Frumvarpið marðist í gegn um deildina með
6 gegn 5 atkvæðum.
í neðri deild mælti öfluglega með málinu
flutningsmaður þess frá næstliðnu þingi, Bene-
dikt Sveinsson. Umræður urðu talsverðar, en
ekkert kom fram nýtt í málinu, nema ef telja
skyldi það, að landshöfðingi, sem talaði gegn
frumvarpinu, gaf í skyn, að óvíst væri um stað-
festingu stjórnarinnar, þótt frumvarpið næði
afgreiðslu þingsins.
Urslitin urðu þau, að frumvarpið var sam-
þykkt með nafnakalli, sögðu
já:
Benedikt Sveinsson,
Einar Thorlacius,
Gunnar Halldórsson,
Jón Jónsson,
Lárus Halldórsson,
Ólafur Briem,
ólafur Pálsson,
Sveinn Eiríksson,
Þorleifur Jónsson,
Þorsteinn Jónsson,
Þorvaldur Bjarnarson,
Þorvarður Kjerulf,
Þórarinn Böðvarsson.
En hér fór, sem oftar, að ekki er sopið kálið,
þótt í ausuna sé komið. Forspá landshöfðingja
var ekki sögð út í hött. Stjórnin synjaði frum-
varpinu um staðfestingu.
Nú liðu svo fimm ár, að málið var ekki endur-
vakið á alþingi, en þá hófst sókn þess á ný. Á al-
þingi 1891 báru þingmenn Norðmýlinga, Jón
nei:
Jón Þórarinsson,
Páll Ólafsson,
Árni Jónsson,
Eiríkur Briem,
Grímur Thomsen,
Jónas Jónassen,
Sigurður Jensson,
Sigurður Jónsson,
Sigurður Stefánsson,
Þorlákur Guðmundsson.