Blanda - 01.01.1944, Page 180
176
þær þeim dýrlingnum, sem þá var yngstur eða
efstur í huga, s. s. Ólafi helga Noregskonungi,
Magnúsi eyjajarli (Húsavíkurkirkja), biskup-
unum Þorláki og Jóni o. fl. Sumar voru helg-
aðar tveimur dýrlingum eða fleiri. Þannig var
kirkjan í Grunnavík á Ströndum helguð „Maríu,
Michael, Jóhannesi, Ólafi, Thorlace og Maríu
Magdalenu". Voru kirkjurnar tíðast kenndar
við verndardýrling sinn, Maríu, Pétur, Ólaf,
Magnús, Þorlák o. s. frv., hver tengd til síns
staðarnafns.
Kirkjan sjálf og kirkjustaðurinn var nær
alltaf gjafafé höfðingsmanna. Á ýmsan hátt
lögðust þar til, er tímar liðu, jarðeignir, lausa-
fé, réttindi ýmiss konar, ítök og hlunnindi. Með
hinum arðbæra hluta þessara eigna var kom-
inn stofn til reksturstekna. En rekstursgjöldin
voru ósmá. Kirkju hverri var skylt m. a. að
halda prest, oft tvo og djákn að auki. Þó að
sumum kirkjum kunni að hafa nægt arðbærar
eignir sínar til rekstursins, þá var ekki svo al-
mennt. Fyrir því þurfti að leita að almennum
tekjustofnum fyrir þær. Slíkir tekjustofriar
voru t. d. tíundirnar (prests- og kirkjuhlutinn),
heytollurinn, ljóstollurinn og fleira. En þessir
almennu tekjustofnar nægðu ekki alls staðar
heldur. Þá þurfti að leita viðbótartekjustofna,
og þeir fundust furðanlega. Einn slíkur viðbót-
artekjustofn var lambeldið. Ekki verður séð,
að það hafi komizt á nema við tiltölulega fáar
kirkjur. Munu það þá hafa verið þær, sem sízt
nægði eignatekjur sínar og hinir almennu tekju-
stofnar. — Lambeldiskvöð á hendur búendum
fengu einnig klaustrin, a. m. k. sum þeirra.
Hversu gömul lambeldiskvöðin er og hversu