Blanda - 01.01.1944, Page 181
177
almenn, má ráða nokkuð af kirkjumáldögum.
Hennar finnst fyrst getið við 4 kirkjur í mál-
daga Auðunar biskups Þorbergssonar 1318. Al-
mennast er hennar getið í máldögum Péturs
biskups Nikulássonar við kirkjur í Hólabiskups-
dæmi 1394, en í Skálholtsbiskupsdæmi í máldög-
um Vilchins biskups 1397. Alls finnst hennar
getið í máldögum við 20 kirkjur.
Hvers vegna henni hefir verið komið á, er
áður rætt. Auðsætt er, að hún hefir verið jafn-
einhliða kvöð eins og þeir tekjustofnar kirkn-
anna, sem almennir voru, og sama eðlis. Sókn-
arbændur viðkomandi kirkju hafa játað henni
— nauðugir, viljugir — annaðhvort strax, er
kirkjan var stofnuð, af því að sýnt var, að hún
hefði ekki nægar tekjur ella, eða þeir hafa ját-
að henni síðar, er reynt þótti, að kirkjunni var
tekjuvant. Má og enn vera í sumum tilfellum,
að höfðingsmaður sá, er kirkjunni gaf stofn-
féð, hafi átt jarðirnar allar, sem til hennar áttu
sókn, og hafi lagt á þær kvöðina kirkjunni til
ævinlegrar styrktar. Þessari tilgátu til stuðn-
ings má geta þess, að í máldaga Péturs biskups
Nikulássonar fyrir kirkjuna í Víðidalstungu
1394 er svo að orði komizt, að Jón bóndi Há-
konarson hafi lagt kirkjunni til „lambeldi af
hverjum bæ þar í þingunum og svo eigi síður
lambeldi af þessum bæjum utan þinga Gnúp-
dalstungu“. Jón þessi Hákonarson er sá hinn
sami, sem rita lét Flateyjarbók. Liggur næst að
ætla eftir tilfærðum ummælum, að hann hafi
stofnað kirkjuna og haldið ritara Flateyjarbók-
ar sem kirkjupresta sína.
í máldögum er kvöðin jafnan nefnd aðeins
lambeldi og lömbin aldrei kennd við kirkju-
Blanda VIII 12