Blanda - 01.01.1944, Side 186
182
Minnir mig, að Jónatan byggi þá í Ólafsfirði,
er hann kvað vísuna, en Hafliði Finnbogason
svaraði henni, og fóru á milli þeirra Jónatans
nokkrir kviðlingar og sumir ósnotrir.
Þau Jónatan og Hólmfríður áttu börn mörg
saman, og eru ættir miklar frá þeim komnar í
Skagafirði og víðar. Meðal barna þeirra var
Jóhanna, giftist hún, að eg hygg, í Eyjafirði;
Jóhann, f. 1843, sem síðast var á Hóli á Skaga
hjá syni sínum, Sigtryggi; Þorbjörg, móðir
Friðvins bónda Ásgrímssonar á Reykjum á
Reykjaströnd (líkl. f. um 1834); Jónatan í Bæ
á Höfðaströnd, faðir Franz í Málmey, f. 1839;
Hólmfríður, kona Björns í Gröf á Höfðaströnd,
Jónssonar og móðir þeirra Jófríðar, konu Jóns
hreppstjóra í Bæ, Konráðssonar, og systkina
hennar; Guðrún, gift fyrst Páli Pálssyni prests
á Knappstöðum, Tómassonar, og síðar Guð-
mundi í Háakoti, bróður Páls, og er margt af-
komenda Guðrúnar í Siglufirði og við Eyja-
fjörð; Kristín, kona Sigurðar Runólfssonar í
Mýrakoti, er drukknaði 15. apríl 1874, og Jón
Jónatansson bóndi á Höfða á Höfðaströnd og
víðar, sem hér verður gjör frá sagt, en hann
var kvæntur Rannveigu Hákonardóttur Espólín,
sonardóttur Jóns sýslumanns og sagnaritara
Espólíns. Þá var og sonur Jónatans og Hólm-
fríðar Sigtryggur á Framnesi í Skagafirði,
greindarmaður og hagyrðingur góður. — Ann-
ars var svo með mörg af börnum Jónatans, að
hagmælskan var þeim í blóð borin, t. d. var
Guðrún dóttir hans ágætlega hagorð.
Jón Jónatansson mun hafa verið með elztu
börnum Jónatans og Hólmfríðar (f. 1832) eða
líklega elztur þeirra. Hann hefir eflaust alizt