Blanda - 01.01.1944, Page 187
183
upp hjá foreldrunum í Litla-Árskógi, eftir að
þau fluttust þangað, og eg hygg, að hann hafi
gifzt í Eyjafirði, en flutzt til Fljóta eigi löngu
eftir, að hann giftist. Bjó hann fyrir víst á
Hraunum í Fljótum 1866 og árin næstu þar á
undan, en fluttist 1867 að Höfða á Höfðaströnd
og bjó þar síðan til dauðadags.
Jóni Jónatanssyni er svo lýst af mönnum,
sem enn eru á lífi og muna hann vel, að hann
væri fríður sýnum, dökkur á hár og skegg, —
smáeygur og augun óvenjulega dökk og fögur;
var oft sem sindraði úr augunum áhugi og
kjarkur, en á stundum gátu þau og lýst við-
kvæmni og blíðu. Jón var lágur maður vexti,
en allþrekinn á vöxt, snarlegur, svo að af bar,
og kvikur í hreyfingum öllum, enda fimleika-
maður og að öllu vel á sig kominn, fjörmaður
og snar, kappsfullur og áhugasamur um allt
það, er hann lét til sín taka, sérstaklega um
veiðiskap allan, enda veiðikló hin mesta bæði
á sjó og landi. Sjómaður þótti hann ágætur, og
var því sérstaklega viðbrugðið, hve ráðsnar og
úrræðagóður hann var, og aflamaður var hann
mikill. Skytta var hann með afburðum, og var
svo mál manna um það, að allt lægi dautt fyrir
honum, er hann miðaði byssu sinni til, enda
átti hann alltaf ágætar byssur. Fór mikið orð
af skotfimi Jóns víða um Norðurland. Oft hafði
Jón það fyrir sið, þá er hann var á sjó, að hann
lét pilta sína setja sig upp á land einhvers stað-
ar og gekk svo heimleiðis, og brást þá varla, að
hann náði færi á sel eða einhverri skepnu, eða
þá að hann kæmi heim með væna kippu af rjúp-
um, ef það var að vetrarlagi. — Skömmu fyrir
dauða sinn skaut Jón sel einn gríðarstóran og