Blanda - 01.01.1944, Page 188
184
náði honum. Voru slíkir selir nefndir skerja-
kollar og eru sjaldgæfir hér norðanlands. Var
það trú alþýðunnar, að slíkt væri feigsmanns-
skot. Reyndist alþýðutrúin sannspá í því, hvað
Jón snerti.
Rannveig, kona Jóns, var að allra þeirra
dómi, er hana þekktu, merk kona og mikilhæf.
Hún var kona stór vexti, eins og hún átti kyn
til, en hafði þó boðið af sér góðan þokka. Hafði
Jóni oft af kunningjum hans verið strítt með
því, hve misskipt væri stærðinni með þeim hjón-
um, en hann jafnan tekið því með spaugi. Rann-
veig var talin geðrík, en þó stillt vel, stjórnsöm
og dugmikil og kom það sér vel, því að oft mun
hún hafa þurft að stjórna heimili þeirra jafnt
utan húss sem innan, er Jón var í véiðiförum
sínum. Ekki mun hjónaband þeirra Jóns og
Rannveigar hafa verið ástúðugt nema við hóf,
því að tvisvar tók Jón fram hjá konu sinni.
Hann gat dóttur við Guðrúnu Steinsdóttur
bónda á Hraunum og Lambanesi, Guðmunds-
sonar. Hét hún Júlíana og fór síðar til Ameríku,
en Guðrún giftist síðar Einari Halldórssyni frá
Tungu, Jónssonar prests á Barði, og er Einar
enn á lífi í Siglufirði 1940. Son eignaðist Jón
einnig með Sigríði Jónsdóttur, er síðar varð
kona Jóhanns í Mýrakoti á Höfðaströnd, Ein-
arssonar. Hét sá sveinn Baldvin, og mun vera
fæddur um 1872. Hann fór og til Ameríku um
1895.
Þeim Jóni og Rannveigu búnaðist vel, og
munu þau hafa mátt kallast allvel efnuð, þá er
Jón féll frá. — Þau eignuðust saman nokkur
börn.
Jón var höfðingi í lund, stórgjöfull og rausn-