Blanda - 01.01.1944, Page 189
185
arlegur, þá er því var að skipta, og við bág-
stadda var hann mjög brjóstgóður og hjálpfús
og gaf þeim oft stórgjafir. Hins vegar gat hann
illa liðið leti og ómennsku. Hann var glaðlynd-
ur og fjörugur og hinn skemmtilegasti í hópi
vina og kunningja. Vinfastur var Jón og einnig
vinmargur, þótt hann hins vegar léti sér mjög
í léttu rúmi liggja hug almennings til sín eða
umtal, en vel var hann metinn og í miklu áliti
flestra þeirra, er þekktu hann bezt og voru um
það dómbærastir, sem m. a. má vel merkja á
ummælum Davíðs prófasts Guðmundssonar á
Hofi, sem hafði verið sóknarprestur hans um
allmörg ár. Ummæli þessi eru í Norðanf. 18. júlí
1874. Þar segir svo m. a.: „-Leiði eg hjá mér
að setja neina lofdýrð upp á Jón, þar mér var
fullkunnugt um, að hann hafði ógeð á öllu slíku.
Hann leitaði aldrei lofs manna, af því að hann
hafði það lof með sjálfum sér, er meira er
uianna lofi. — Eg virti Jón og unni honum því
uieir sem eg kynntist honum lengur, því mað-
urinn var atgjörvismaður, frábær að dug og
hjálpsemi; hann var sannkallaður bjargvættur
margra og lét það einatt koma svo niður, að
Þeir höfðu þar bezt af, er þörfina höfðu mesta“.
Jón var draumspakur og forspár. Taldi al-
þýðan, að hann hefði draumkonu, en slíkt var
þá ekki óalgeng trú um þá, sem voru slíkum
dulargáfum gæddir. Honum brást varla að geta
sagt það fyrir, áður en hann fór í veiðiför, hvort
hann yrði fengsæll í förinni eða ekki. Vinur
hans, Þorsteinn Hannesson, síðar bóndi á
Hjaltastöðum í Blönduhlíð, spurði hann eitt
sinn, hversu hann færi að vita þetta. Jón hló
°g svaraði honum á þá leið, að sér brygðist