Blanda - 01.01.1944, Síða 192
188
og formaður Jón Helgason bóndi á Róðhóli;
Yztahólsskipið, eigandi og formaður Guðmund-
ur Jónsson, síðar hreppstjóri í Lónkoti. Og svo
fjórða skipið úr Höfðakrók, Höfðaskipið, sem
Jón Jónatansson átti og var formaður á, og
mátti það kallast, að það og tvö hin fyrsttöldu
gengju öll af Lónkotsmöl, þótt Höfðaskipið hafi
lent í Höfðakrók, þegar ládeyða var, en Yzta-
hólsskipið úr Mýrnavík. — tJr Fljótum gengu
þessi skip: Skip Árna hreppstjóra á Yztamói,
Þorleifssonar, og var hann formaður á því. Skip
Sæmundar Jónssonar bónda á Mói, sem hann
og var formaður á, bæði úr Mósvík. Skip þeirra
Haganesfeðga, Sveins eldra og Sveins yngra
Sveinssona. Formaður á því var Jóhannes Finn-
bogason, síðar bóndi á Heiði í Sléttuhlíð; það
gekk úr Haganesvík. Hraunaskipið, sem Einar
á Hraunum átti, Guðmundsson, formaður á því
mun þá hafa verið Jón Dagsson, og Holtsskipið,
sem Björn Þorleifsson í Stórholti og síðar í Vík
í Héðinsfirði átti og var formaður á. Tvö síð-
asttöldu skipin gengu úr Hraunakrók.
Sléttuhlíðar- og Fljótaskipin munu hafa far-
ið í leguna 12. eða 13. apríl, því að þau höfðu
— að minnsta kosti sum hver — fengið allgóð-
an afla, eða allt upp í 20 kúta lifrar í hlut í leg-
unni. Skip Jóns stóð í Höfðakrók. Hann fór ekki
jafnt hinum, og aldrei þessu vant lét hann sér
ekki neitt annt að fara í leguna, en er stillt og
gott veður hélzt, stóðst hann þó ekki mátið.
Sagnir gengu og um það, að Rannveig, kona
hans, sem var mjög áhugasöm um allt það, er
hag þeirra varðaði, hefði eggjað hann að fara,
en Jóni virzt vera það fremur óljúft, og hefði
hann búizt miklu meira af tómi en hans var