Blanda - 01.01.1944, Page 194
190
Fljótaskipin lágu öll miklu austar. Isinn rak
nú að þeim, er hvessa tók, og er það af þeim að
segja, að skip Árna á Mói náði með mestu
herkjum Breiðuvík undir Strákum, sem er vest-
an vert í mynni Siglufjarðar. Segir Norðanfari,
að gat hafi brotnað á skipið, en Árna tekizt að
svamla í land með kaðal, sem skipverjar hans
hafi svo bjargazt á í land þar. Blaðið hefir þetta
eftir lausafrétt, og hygg eg, að þar sé nokkuð
ýkt, en mig minnir, að Árni bryti gat á skipið
í ísnum, en eigi stærra en svo, að þeim tækist
að þétta skipið á þann hátt, að þeir lögðu yfir
gatið stykki úr hákarli. Vel má þó vera, að þeir
hafi létt skipið, sem var svona laskað, þar á
Breiðuvíkinni, en þeir munu hafa komizt á því
inn á Siglufjörð.
Hin Fljótaskipin voru dýpra fyrir og náðu
ekki landvarinu undan Úlfsdölum eins og Árni.
Þau hleyptu austur með landi. Björn í Stórholti
og Sæmundur á Mói náðu landi í Þorgeirsfirði,
og laskaði Björn þar skip sitt. Jóhannes í Haga-
nesi og Hraunaskipið náðu Flatey á Skjálfanda
um nóttina eða seint um kvöldið. Einn skip-
verja á Hraunaskipinu hafði áður komið í
Flatey, og varð þeim það að happi, því að hann
gat vísað þeim á lendinguna, en þeir á Haga-
nesskipinu voru bráðókunnugir, og lentu þeir
í náttmyrkrinu upp í klungururð, brutu fram-
stefnið úr skipinu, en tókst með harðfylgi að
bjarga því frá að brotna í spón. Viðtökur fengu
þeir góðar í Flatey. Einn háseta á Haganesskip-
inu var Jón Ólafsson bóndi á Vestara-Hóli.
Hann var smiður góður, og tókst honum að
smíða stefnið í skipið úr rekahnyðju, sem þeir
fengu í Flatey, og komust þeir heim á skipinu