Blanda - 01.01.1944, Page 196
192
vel man atburði þessa, segir mér, að faðir sinn
hafi gert ýmislegt að skipinu nokkrum dögum
áður en það fór í leguna. Faðir sinn hafi sagt
við Jón, hvort hann vildi ekki láta gera við, eða
helzt smíða nýtt stýri á það, því að stýrið hafi
verið fremur lélegt, en Jón hafi ekki talið þess
þörf að svo stöddu; það myndi duga. Ef til vill
er þetta ástæðan fyrir ummælum blaðsins.
En ummæli Norðanfara hafa sært og hryggt
vini Jóns og að vonum. Þeir hafa skilið þau á
þá lund, að í þeim fælist mjög alvarleg aðdrótt-
un til hans látins um það, að hann hefði verið
hvorttveggja í senn glanni og trassi, sem skorti
fyrirhyggju og ábyrgðartilfinningu. Þetta sést
á því m. a., að séra Davíð Guðmundsson, sem
þá var nýlega fluttur til Eyjafjarðar frá Felli
og hafði verið sóknarprestur Jóns í mörg ár,
skrifar í Norðanf. 7. júlí sama ár allhvassorð
mótmæli gegn þessu, og eru þau birt í blaðinu
18. s. mán. Bréf séra Davíðs er merk heimild
um Jón, og tilfæri eg það hér orðrétt:
„Heiðraði herra ritstjóri.
Þá er eg las lausafréttagrein í Norðanfara
nr. 21—22, bls. 50, um fráfall Jóns Jónatans-
sonar á Höfða á Höfðaströnd, kom hún mér
mjög óþægilega fyrir, því að hvorki er það rétt
hermt, er þar er skráð, og svo virðist mér lýsa
sér í greininni einhver kali eða hirðuleysi um
það, hvernig komizt er að orði um liðinn mann,
er lét sér eftir ástvini, þó að hann væri ekki
allra vinur. — Það særir þá, er eftir lifa, ef hin-
um liðna er lagt eitthvað misjafnt til, einkum
ef það er þá ranghermt, og hinn liðna bætir það
ekki, því að hann hefir sinn dóm með sér. Eg