Blanda - 01.01.1944, Page 197
193
vil eigi, að óhróður sé borinn á Jón dauðan, og
bið yður því, herra ritstjóri, að taka í blað yðar
þessa leiðréttingu á téðri lausafréttagrein.
Skipið var ekki gamalt né fúið. Það var byggt
annaðhvort seinasta árið, sem Jón var á Hraun-
um,1) eða árið fyrir og var því 8 eða 9 ára
gamalt. Skipið var að nákunnugra manna sögn
mjög sterklega byggt og svo hirt, að óhætt er
að fullyrða, að því hafi eigi fremur grandað fúi
en elli. Segl og reiði á skipinu var hvorttveggja
nýtt, svo að skeytingarleysi það, er Jóni er bor-
in á brýn í þessu efni í téðri grein, er rang-
hermt og ofhermt. Elli eða fúi á skipi eða skeyt-
ingarlaus útbúnaður þarf eigi til að koma til
þess, að skip farist, þá er það lendir í öðrum
eins ís og út rak af Skagafirði hinn 14. apríl,
einkum þá er annað eins veður og þá var fylgir
ísnum eftir, og hefir ís grandað sterkari skip-
um en kostur er á á Islandi. Jón var enginn
ofurhugi orðinn til sjósókna, og vetrarlegur
voru orðnar honum mjög ógeðfelldar.
Að öðru leyti skírskota eg til kafla úr bréfi
úr Sléttuhlíð í Norðanfara nr. 27—28, bls. 63,
þar sem þessa sorglega skipsskaða er getið, og
fer svo eigi fleiri orðum þar um, því að eins og
eg eigi vil láta lasta Jón dauðan að ósekju, eins
leiði eg hjá mér að setja neina lofdýrð upp á
hann, þar mér var fullkunnugt um, að hann
hafði ógeð á slíku. Hann leitaði aldrei lofs
manna, af því að hann hafði það lof með sjálf-
um sér, er meira er manna lofi. — Eg virti Jón
og unni honum því meir sem eg kynntist hon-
um lengur, því maðurinn var atgjörvismaður,
1) 1866 eða 1867. — J. Jóh.
Blanda VIII
13