Blanda - 01.01.1944, Page 198
194
frábær að dug og hjálpsemi; hann var sann-
kallaður bjargvættur margra og lét það einatt
koma svo niður, að þeir höfðu þar bezt af, er
þörfina höfðu mesta.
Syðri-Reistará, 5. júní 1874.
Davíð Guðmundsson
Fréttabréfið, sem séra Davíð minnist á, er
dags. 22. apríl. Segir í því, að þrjú skip hafi
farið í legu úr Sléttuhlíð og komið aftur úr
henni að kveldi hins 13., með 20, 18 og 15 kúta
lifrar í hlut. Þau hafi ætlað sér að róa aftur
þriðjudaginn þann 14., en þá hafi hann rokið
upp í ofsabyl. Jón á Höfða hafi róið þann 13.
(sama daginn og hin skipin komu úr legunni).
— Um Jón farast bréfritaranum þannig orð:
„Ef Jón hefir farizt, er þar orðinn mikill mann-
skaði, eigi aðeins vegna Jóns sjálfs, þó að eg
telji hann vafalaust merkastan bænda hér nær-
sveitis, þá alls er gætt, heldur og vegna fátækra
barnamanna, er með honum voru, og margra
annarra, er sinn með hverju móti voru sinna
stoð. Eina lífsvonin er, að Jón hafi náð til
Grímseyjar, og hafi svo verið, er engin von á,
að hann sé kominn enn þá“.
Þetta bréf er birt í Norðanfara 23. maí 1874,
og aftan við það bætir svo ritstjórinn þessari
eftirtektarverðu klausu: „Það er fyrir löngu
talið víst, að ofannefndur Jón bóndi Jónatans-
son hafi týnzt ásamt þeim 8, er með honum
voru á skipinu, því ekkert hefir spurzt til þeirra
síðan, en þar á mót eitthvað rekið úr skipinu
eða sem menn þóttust þekkja, að væri af því“.
Ekki nefnir þó blaðið, hvað eða hvar hafi rekið