Blanda - 01.01.1944, Síða 199
195
af skipinu, en heyrt hefi eg, að það hafi verið
í Grímsey, og verður vikið að því síðar.
Faðir minn, Jóhannes Finnbogason, og yfir-
leitt allir sjómenn um þessar slóðir, töldu það
efunarlaust, að Jón myndi hafa leitað Gríms-
eyjar, og sjómenn eru venjulega nærgætnir um
það að áætla, hvað félagar þeirra afráði í þeim
efnum. Fljótaskipin voru og öll miklu austar
og nær um leið Almenningunum, nyrzta hluta
skagans milli Skagafjarðar og Eyjaf jarðar. Það
má búast við, að ísinn af Skagafirði hafi rekið
bráðlega upp undir Sléttuhlíðina og Fljótin og
Jón séð fram á það, að ekki var til að hugsa
fyrir hann að leita þar landsins. Sama máli hef-
ir verið að gegna með Siglufjörð, Eyjafjörð og
Fjörðu eða Flatey. Er það því auðséð, að eina
von þeirra gat verið Grímsey. Það verður nú
ekkert um það sagt með vissu, hvort Höfða-
skipið hefir haft auðan og íslausan sjó á leið
sinni til Grímseyjar eða ekki, eða hvort hafís-
inn hefir umkringt það, en ekki er hið síðara
neitt ósennilegt, og ef svo hefir verið, er eins
líklegt, að þeir hafi aldrei náð til eyjarinnar,
heldur farizt í ísnum á leiðinni.
Þá sögn heyrði eg í æsku, að skipið hefði náð
eyjunni og lagzt austan undir henni, en að svo
hefði vindurinn gengið meira til norðurs, svo
að þeim hefði ekki orðið vært að liggja þar.
Ætluðu þeir þá að færa sig, að talið var, en
þeim ekki tekið fyrir eyna, og lent þar upp
undir bjarginu; hefðu þeir þar brotið skipið í
spón og menn allir farizt þar. Aðrar sagnir
hermdu, að einhverjir af mönnunum hefðu kom-
izt lifandi á land, upp í bás einn eða vog, sem
var ófært fyrir þá að komast úr, og hefðu þeir