Blanda - 01.01.1944, Side 200
196
látið þar líf sitt. Og enn aðrar sagnir sögðu, að
allir mennirnir hefðu komizt lifandi á land, og
hefðu þeir verið búnir að tjasla saman fleka til
að komast á fyrir forvaða annars vegar við vog-
inn, og hefðu mennirnir verið lagðir til á flek-
anum allir nema tveir, þeir Jón Jónatansson og
Halldór Hannesson, að því, er menn, sem voru
þeim kunnugir, gizkuðu á, því að þeir voru
taldir mestir þrekmenn af þeim skipverjunum,
og því álitið, að þeir hefðu lengst þeirra lifað.
Eg hefi fyrst nú nýlega heyrt þær sagnir, að
flekann, sem áður hefir verið minnzt á, hafi
rekið í Grímsey með líkum þeirra félaga. Hafi
þau verið bundin á hann öll nema tvö og tvö af
líkunum verið eitthvað skert, og var af því dreg-
in sú ályktun, að þeir félagar hefðu orðið hung-
urmorða á flekanum. Það er ekki neitt ósenni-
legt, að skipið hafi farizt í ísnum á leiðinni til
Grímseyjar, eins og áður er vikið að. Einnig er
það hugsanlegt, að flekann hefði rekið í Gríms-
ey, þótt slík tilviljun sé ósennileg.
En það er annað, sem mælir eindregið á móti
því, að lík þeirra félaga hafi borið þar að landi,
að um það hlyti að hafa borizt full vissa til að-
standenda mannanna, sem fórust. Ef líkin hefðu
borizt að landi í Grímsey, hefðu þau að sjálf-
sögðu verið jarðsett þar. Og þótt enginn í
Grímsey hefði þekkt neinn af þeim látnu, þegar
þau voru jarðsett, þá hefir þó síðar um sumar-
ið borizt þangað fregnin um skiptapann. Sam-
göngur við eyna voru þá að vísu mjög af skorn-
um skammti og ófullkomnar, en þó komu þang-
að hákarlaskip af Eyjafirði og Siglufirði á
hverju vori, og auk þess fóru Grímseyingar
kaupstaðarferðir til Húsavíkur og Akureyrar