Blanda - 01.01.1944, Page 201
197
á hverju sumri. Blöðin bárust þeim einnig, þó
að fá væru. Þá var prestur í Grímsey séra Pét-
ur Guðmundsson, hinn merkasti maður og af-
burða skyldurækinn um allt, sem embættið varð-
aði. Það er að mínum dómi alveg óhugsanlegt,
að hann, þegar hann — þó síðar hefði verið —
fekk fregn fregn um slysið, hefði ekki skrifað
aðstandendunum eða þá prófasti sínum og til-
kynnt að líkin hefði borið þar að landi og verið
jarðsett þar, sérstaklega er þess er gætt, að
ekkert skip fórst hér norðanlands, að því er eg
bezt veit, þetta vor nema Höfðaskipið, og því
augljóst, að líkin hlutu að vera af áhöfn þess
skips og engu öðru til að dreifa. Og hitt er enn
ósennilegra, að séra Pétur, jafnmætur maður
og slíkur reglumaður sem hann var um allt, sem
viðkom embættinu, hefði gert sig sekan um það,
að jarða að kirkju sinni lík átta manna, án þess
að láta þess getið í kirkjubókinni. Þá var og á
þessum tíma í Grímsey annar maður mjög merk-
ur, en það var Árni Þorkelsson hreppstjóri,
sem að sjálfsögðu fór þar með vald hins opin-
bera og þetta mál hefði því líka tekið til. Það
er næsta ólíklegt, að báðir þessir merku menn
hefðu sniðgengið svo embættisskyldur sínar, að
láta slíks atburðar sem þessa að engu getið.
Tilefnið til þess, að lík Jóns og þeirra félaga
áttu að hafa verið jörðuð með leynd, — þau
áttu eftir sögnunum öll að hafa verið jarðsett
í Grímseyjargarði í einni gröf, — var eftir
hinum áður áminnztu sögusögnum það, að það
hefðu verið óskráð lög hjá þeim Grímseying-
um, að ganga ávallt eftir hverja norðan- eða
norðaustan-rumbu undir bjarginu til þess að
aðgæta, hvort skipi hefði borizt þar á eða menn