Blanda - 01.01.1944, Page 202
198
bjargazt þar upp. Þetta átti að hafa verið trass-
að að þessu sinni. Þegar svo líkin fundust, töldu
Grímseyingar sig með þeim trassaskap hafa
gert sig ábyrga, a. m. k. siðferðilega, um dauða
þeirra og hungurkvalir. Átti svo prestur og
hreppstjóri að hafa tekið eið af öllum íbúum
eyjarinnar um það að ljósta því aldrei upp, að
líkin hefðu fundizt þar né heldur neinu í sam-
bandi við það mál, og áttu Grímseyingar að
hafa haldið þann eið svo trúlega, að aldrei enn
í dag hafi nokkur þeirra ljóstað upp neinu af
því vitandi vits.
Eg hygg, að tilefni þessara sagna sé orða-
sveimur, sem eg heyrði í æsku, að um sumarið
eða haustið 1874 hefðu Grímseyingar komið
kaupstaðarferð til Akureyrar. Hefði þá einhver
þar, sem var Jóni Jónatanssyni kunnugur, séð
austurtrog með biunnimarki hans í bát þeirra.
Þá heyrði eg það einnig, að smjörílát (dallur)
með útskornu loki, sem einn manna Jóns hefði
átt, hefði þekkzt í fórum þeirra Grímseyinga,
svo og trefill merktur einum þeirra, er með Jóni
fórust. Vel er hugsanlegt, að þetta sé satt, og
þurfti ekkert að vera athugavert við það, þótt
þessir hlutir hefðu rekið á fjörur Grímseyinga
og þeir hirt þá. Líkin þurftu ekki að reka þar
fyrir það og sizt með þeim atburðum, sem sagn-
ir þær, sem áður greinir, herma.
Hitt hefi eg einnig heyrt, að nokkrir þeirra
Grímseyinga hafi lent á fylliríi á Akureyri og
sagt sagnirnar, sem hér eru áður tilfærðar, en
gengið svo frá öllu saman daginn eftir, þegar
víman var af þeim runnin, og talið sig ekkert
muna af því, sem þeim var hermt, að þeir hefðu
sagt kvöldið fyrir.