Blanda - 01.01.1944, Síða 203
199
Hvað hæft kann að vera í þeim sögnum, verð-
ur ekkert fullyrt um, en víst er um það, að vel
hafa Grímseyingar mátt varða um eið sinn, því
að mér vitanlega hefir aldrei neitt borizt frá
þeim um það, að lík Jóns og félaga hans hafi
fundizt þar og verið jörðuð, a. m. k. ekki svo,
að staðfest hafi orðið, og elztu menn, sem nú
eru í Grímsey eða hafa verið þar, muna eða
vita ekkert um atburð þenna, og hafa ekki heyrt
þar neinar sagnir um hann.
Faðir minn, Jóhannes Finnbogason, og séra
Pétur í Grímsey voru skyldir og auk þess al-
úðarvinir. Faðir minn hafði heyrt sagnir þær,
sem eg hefi áður minnzt á. Jón á Höfða og hann
voru einnig vinir. Faðir minn var þá skipstjóri
á einu hákarlaskipanna úr Fljótum, þilskipi,
og kom að Grímsey um vorið eða næsta vor.
Hann spurði séra Pétur um, hvað hæft væri í
þessum sögnum, og fullvissaði Pétur hann um
það, að þær væru gersamlega tilhæfulausar,
hvað það snerti, að lík þeirra hefðu fundizt þar
í eynni. Trúði faðir minn umsögn prests, en hitt
taldi hann ekkert ósennilegt, að eitthvað hefði
rekið úr skipinu í eynni. Eg hefi nú skoðað
ministerialbók Grímseyjar, og er þar ekkert að
finna, er bent gæti í þá átt, að líkin hefðu verið
þar jarðsett.
Með Hcfðaskipinu fórust þessir menn:
1) Jón Jónutansson bóndi á Höfða, 42 ára, gift-
ur og lét eftir sig ekkju og 6 börn skilgetin
auk tveggja óskilgetinna, sem fyrr greinir.
2) Halldór Hannesson, 22 ára, ógiftur, hinn
mesti atgjörvismaður. Halldór þessi var